Kirkjuritið - 01.02.1964, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.02.1964, Blaðsíða 24
70 KIUKJURITIÐ Með þessu er bent til þess að ekki blási byrlega fyrir kirk j- unni. Ekki hefur skort miklar ráSagjörðir um kirkjulega starf- semi í landinu. Þær liófust strax á styrjaldarárunum og ófá- ar komust líka í framkvæmd. En það liefur verið seinagangur á öllu upp á síðkastið. Sum- um okkar er það óleyst gáta, hvers vegna Safnaðarstofnunin strandaði. Hitt er þó enn myrkara að það skuli taka þennan óratíma að koma lienni aftur á flot. Er mönnum ekki ljóst, hve söfnuðurnir bíða livatningar og leiðsagnar? Felst kannske orsök hinnar kirkjulegu kyrrstöðu í því, livað Iiitnað hefur í kolunum milli guðfræðistefnanna? Þótt deil- an um kvenprestana sé alvarleg, skipta liinar gagnstæðu skoð- anir á Biblíunni miklu meira máli. Sú orrahríð varpar þegar myrkum skugga á kirkjulífið. Málunum er svo farið nú um áramótin, að vér stöndum and- spænis tugum þúsunda, sem bíða lijálpar til að taka sinnaskipt- um. Og þá þraukar kirkjan líkt og á grynningum og ef til vill nýr klofningur fyrir liendi. Fyrst svona er ástatt er það eina úrræði okkar prestanna að fara blátt áfram til safnaðanna og vinna að uppbyggingu þeirra í samvinnu við alla, sem leggja vilja því lið. Vel má vera að vér verðum eins og áður að fara á mis við hvatning og leið- sögn kirkjulegra stofnana og stjórnarvakla. Um það verður að fara sem verkast vill. Enda engin bvöt á við þá, er Andi Guðs kallar nýja menn. Tal — Tolstoj Einn af ritstjórum Morgunblaðsins átti langt og skemmtilegt viðtal við Tal, fyrrv. lieimsmeistara í skák. M. a. bar trúna á góma. Tal kvaðst vera trúlaus sem bver annar góður og gegn kommúnisti. Einhverjum kann að finnast þetta mikilsverður vitnisburður. En öll saga Tals bendir til, að hann muni liafa hugsað öllu meira um skák en trúmál og muni því liarla lítið hafa til þeirra mála að leggja fram yfir livern annan. En þess má gjarnan minnast að Rússar liafa átt menn, sem ómótmælan- lega eru í bópi mestu andans manna allra tíma. Þar ber Tol- stoj livað liæst. Fer vart milli mála að liann muni enn með ritum sínum liæglega geta skákað Tal og mátað bann á sviði trúar og heimspeki. Er það Tal ekki til neinnar óvirðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.