Kirkjuritið - 01.02.1964, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.02.1964, Blaðsíða 12
58 KIRKJURITIÐ Það' er fólki með hugrenningum eins og þessum, sem Jesús er að svara með sinni dásamlegu dæmisögu. Og hún liefur einnig dýpri merkingu, eins og títt var um dæmisögur lians. V íngarSseigandinn Sá siður tíðkast enn í dag í Austurlöndum, að atvinnulausir menn safnast saman á torgum og opinberum stöðum, til dæm- is framan við guðsdýrkunarhúsin, með skóflu í liöndum, bíð- andi eftir því að einliver komi til að ráða þá í vinnu. Það er á eitthvert slíkt torg, sem víngarðseigandinn kemur, fyrst árla morguns, svo um þriðju stund og loks, þegar lengra líður á daginn til að bjóða atvinnuleysingjunum starf í vín- garði sínum. En þegar hann kemur um elleftu stundu og hitt- ir ennþá menn á torginu, verður undrunarlireimur í rödd hans, er hann spyr: Hví standið þér hér allan daginn iðjulausir? Víngarðseigandinn í dæmisögunni er vitanlega enginn annar en Guð sjálfur og vér skulum nú staðnæmast við þessa spurn- ingu: Hví standið þér hér allan daginn iðjulausir? Stöðuglega er guð að kalla mennina í víngarð sinn til áríð- andi og mikilvægra starfa. Störfin eru þó ef til vill ekki aðal- atriðið, lieldur árangur starfsins, þroski sálarinnar og næmleiki fyrir himneskum lilutum. Þetta skilningarvit fannst meistaran- um mennina skorta. „Heyrandi heyra þeir ekki og sjáandi skynja þeir livorki né skilja“. Og öðru sinni er eftir honum liaft: „Við hvað á ég að líkja kynslóð þessari? Lík er hún börnum, sem á torgum sitja, kalla til félaga sinna og segja: Vér lékum fyrir yður á hljóðpípu og þér dönsuðu ekki, vér sungum sorg- arljóð, og þér grétuð ekki“. Mennirnir, sem troðast um á torgi lífsins, eru hvorki næmir fyrir gleði eða sorg. Og í dæmisög- unni um verkamenn í víngarðinum eru þeir álíka sljóir og seinir að hlýða kalli drottins. Ymsar tegundir slœpingja Samt eru þeir misfljótir að átta sig og ráða sig til starfa í víngarðinum. Efalaust hefur Jesús manngerðir í huga, sem vér könnumst við enn í dag. Það eru til ýmsar tegundir slæpingja, auk þeirra sem beinlínis liafa ekkert fyrir stafni. Sumir þeirra eru á þönum allan daginn og slíta sér út á alls konar argi og umstangi, sem ekkert verulegt gagn gerir í heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.