Kirkjuritið - 01.02.1964, Page 36

Kirkjuritið - 01.02.1964, Page 36
82 KIKKJUIUTIÐ ]>á fluttu til mín forelilrar mínir, GuSný Árnadóttir og Ólafur Sigurðsson, sem fluttu ]>á úr heimabyggð sinni, Fnjóskadaln- um, alfarin og hafa dvalið Iijá okkur lijónunum allt lil þessarar stundar fjörgömul orðin. 1 Holti var lélegt timburhús, er ég kom þangað. Stóð það á ótraustum undirstöðum og skekktist ])ví fljótt á grunni, en í því urðum við að búa allt þar til í nóvember 1956, að við flutt- um í nýtt steinhús, sem byggt var í Holti. Voru það mikil og góð viðbrigði. Árið 1941 varð séra Jón prófastur í Vestur-lsafjarðarprófasts- dæmi, en þá um vorið lét af prests- og prófastsstörfum séra Bciðvar Bjarnason á Hrafnseyri, en eftirmaður lians í prófasts- dæminu varð séra Halldór Kolbeins að Stað í Súgandafirði, en liann fékk veitingu fyrir Mælifelli í Skagafirði mánuði síðar og flutti úr héraði. Varð séra Jón þá prófastur og gegndi prófasts- störfum í 22 ár. HvaS viltu scgja mér um prestsstarfiS, þegar þú hefur nú lát- iS af embœtti? Það eitt vil ég segja, að það liefur sínar björtu liliðar að sjálfsögðu, en því fylgja einnig vonbrigði og erfiðleikastundir. Vonbrigði í sambandi við tómlæti og breyttan tíðaranda, erfið- leikar á stund sorgar og saknaðar. Þau eru þung sporin að til- kynna skyndilegt og óvænt dauðsfall, svo eitthvað sé nefnt. Þú varst jafnframl prestsskapnum bóndi í Holti? Á meðan foreldrar mínir voru við góða lieilsu, og hjálpuðu mikið til við búskapinn, og fyrst framan af, þegar liirðing húpenings hvíldi mest á herðum föður míns, hafði ég sæmilegt bú á staðnum. Nú hin seinustu ár hefur verið erfitt um fólks- liald í sveitum, eins og allir vita. Af þeim sökum drógst bú- skapurinn saman lijá mér. Oft var erfitt að fá menn, sem liægt var að treysta fullkomlega, einkanlega við skepnuliirðingu, en sjálfur hef ég verið heilsuveill mörg liin síðari ár, sem leiddi líka til þess, að ég hætti prestsskap fyrr en ella. HvaS finnst þér um búskap presta í sveit, liverja telur þú aSstöSu þeirra lil þess? Ég verð að viðurkenna, að það er á margan hátt erfiðara að hefja búskap nú, heldur en þegar ég flutti í Holt, enda getur presturinn ekki bundið sjálfan sig við búskap, þegar ekkert utanaðkomandi vinnuafl fæst. Hann er líka fyrst og frenist

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.