Kirkjuritið - 01.02.1964, Blaðsíða 16
62
KIIIKJURITIÐ
ingjar ríkisins, en um leið finna þeir hamingjuna, þetta lmoss,
sem allir eru reynclar að leita að, en oftast eftir röngum leið-
um. Ahlrei sagði frelsarinn: Sælir eru drambsamir, latir,
ágjarnir eða ofsafullir, sælir eru ranglátir, liatursfullir og eig-
ingjarnir, eða sælir ern lymskir og undirförulir, lygnir og svik-
ulir. Og liafa slíkir menn nokkru sinni verið það? Hann sagði:
Sælir ern hógværir, miskunnsamir og lijartahreinir, sælir
eru þeir, sem liungrar og jiyrstir eftir réttlætinu, |»eir, sem eru
friðflytjendur og jafnvel þó að þeir liafi verið ofsóttir fyrir
réttlætis sakir. Hann sagði einnig: Sælla er að gefa en þiggja.
Og Jjetta liefur ætíð reynzt svo.
Það skiptir ekki öllu máli, livenær vér skiljum þenna grund-
vallarsannleika tilverunnar. Það skiptir máli, að vér skiljum
hann einlivern tíma, svo að líf vort verði ekki gersamlega gild-
islaust fyrir Guði, og vér verðum ónýlir þjónar í ríki lians,
nöldrarar á torginu.
Gjafmildi Guðs og fyrirgefning er takmarkalaus. Hann tekur
við oss, þó að vér komum ekki fyrr en á elleftu stundu. En
vér verðum að koma af fúsleik og skilningi. Guð getur ekki
notað neina áhugalausa verkfallsmenn í þjónustu sinni. 1 ríki
Jians verða allir að vinna af gleði, elska verkefni sín og leitast
við að leysa þau sem bezt af liöndum.
Þessi veröld líður undir lok
Starfið í víngarðinum byggir menn upp, gerir þá hraustari,
sterkari og vitrari. Líkamleg leti eyðileggur líkama og sál mann-
anna, andleg leti tilfinningarnar. Vér erum ekki í heiminn
kominn til að slæpast. Öllum er ákveðið verk að vinna. Og ef
vér stöndum enn iðjulaus á torginu, liikandi og vansæl og höf-
um ekki fundið vorn rétta víngarðseiganda, ])á leggjum hik-
laust þessa spurningu fyrir oss sjálf: Hví stend ég hér iðju-
laus?
Skaparinn vill ráða þig í víngarð sinn, þegar þú sjálfur ert
reiðubúinn. Enginn efi er á }>ví, að þessi veröld líður undir lok
fyrir oss öllum í dauðanum. En livort guðsríkið er í nánd er
undir oss sjálfum komið, næst guðs miskunn. Viljum vér eiga
hlutdeild í ríki Iians, sem lífið gefnr, eða viljum vér lialda
áfram að afneita lionum í orðum ogverkum?