Kirkjuritið - 01.04.1967, Blaðsíða 33
KIRKJUKITIÐ 175
!,ðu formi og áður fyrr, með þátttöku manna úr sem flestum
yggðarlögum. Og ég vona að biskup og prestar, a.m.k. úr
•'agrenni fundarstaðarins, geti setið kirkjufundina og tekið
, 1 * störfum þeirra. Ég veit að vísu, að þeir þurfa fleiru að
^'nna en að sitja á fundum, en eflaust geta prestarnir skipt
indarstörfunum á milli sín.
Guð gefi landi og þjóð blessunarríkt ár.
14. febrúar 1967.
Hanncs J. Magnússon
Kvöldbœn
Drottinn minn, ég þakka þér
þennan dag, sem gafstu mér.
láttu, faðir, Ijós þitt skína
lika á alla vini mina.
Gef, að allir nú i nótt
njóti friðar, sofi rótt.
Blessa þjáða, hrellda, hrjáða,
hugga sjúka, þreytta og smáða.
Blessa okkur, börnin smá,
bænakvak vort hlusta á.
Lát þú föður minn og móður
mildi njóta, faðir góður.
Gcf þú heimi frelsi og frið,
faðir minn, þess heitt ég bið.
Láttu kærleik, samúð sanna
sigra og verma hjörtu manna.
Helgir englar huliðsvörð
haldi um vora fósturjörð.
Bezti faðir, blessun þína
breið svo yfir hvílu mína.