Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 4
KIRKJURITIÐ 194 Þar voru foreldrar lians, Grímur Einarsson og Guðrún Siglivats- dóttir, þurrabúðarlijón örfátæk. Var Sighvatur yngstur finim barna þeirra. Þegar hann var fjögurra ára urðu foreldrarnir að slíta samvistirnar að mestu og krafsa ofan af fyrir sér livort í sínu lagi. Fylgdi Sighvatur móður sinni. Sagan hermir að það eina, sem lionum væri kennt væri að lesa gotneskt letur af „Sjö orða bók“ meistara Jóns, en latneskt letur varð liann að læra af sjálfsdáðum, eins skrift. En fróðleiksþorstinn kvaldi hann frá uppliafi og hann svalg í sig allan fróðleik af vöruin manna og þeim bókum, sem liann komst höndum undir. Ellefn ára varð hann leikinn í fingrarími. Þegar séra Hannes Stephen- sen, merkispresturinn og þjóðskörungurinn á Ytra-Hólnn fermdi vorið 1855, var Sighvatur einn af þeim fjórum af 19 fermingarbörnum alls, sem kunni allt Balleskverið (222 bls.) utanbókar. Nítján ára gamall missti Sighvatur móður sína og lagði þa af stað út í heiminn, frekar til að liafa ofan af fyrir sér en i nokkurs konar gæfuleit. Dró þó brátt til örlagaríkra tíðinda. Fyrsta árið var hann vinnumaður í Fornalivammi. Þar felldu liann og Sólveig Einarsdóttir (f. 1836), systir liúsfreyjunnar, hugi saman. Ó1 Sólveig honum dóttur 29. nóv. 1860. Höfðu þau Siglivatur þá borist vestur í Dali og vistast livort á sínuin bæ. Engin ráð sáu þau til að stofna lijúskap og leggja grunn að eigin búskap. Var dóttir þeirra Margrét tekin í fóstur af barnlausum hjónum og leiðir foreldranna skildu að fullu. Vorið eftir gerðist Sighvatur vinnumaður Ólafs Teitssonar í Sviðnum á Breiðafirði. Er haft fyrir satt að mestu liafi ráðið um þau vistferli að Sighvat fýsti að komast í kynni við Gísla Konráðsson, sem þá var fyrir all löngu kominn til Flateyjar. Er skemmst frá því að segja að þeir Sighvatur og Gísli bund- ust einlægri vináttu. Lánaði Gísli Siglivati rit sín, sem Sighvat- ur gleypti í sig og lienti margt úr. Og lilóð þann veg grunn fræða sinna. Samtímis kynntist Siglivatur Jakobi Aþanasíus- syni, lireppstjóra og fróðleiksinanni, en ekki taldi liann sig græða fé á þeirra viðskiptum. Átta ár var Sighvatur vinnumaður á þessum slóðum. Þar af 5 ár í Flatey. Erfiðaði hann þá eins og siður var mikið á sjo og landi. Vann mest að lieyskap á sumrum, en á vetmm fór

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.