Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 12
202 KIRKJURITIÐ þingi Benediktssonar, lögréttumanns í Bólstaðarlilíð, klaustur lialdara á Reynisstað, Björnssonar, lögréttumanns í Bólstaðar- lilíð, Magnússonar staðarlialdara á Hofi á Höfðaströnd Björns- sonar, prófasts á Melstað, Jónssonar biskups Arasonar. Móðir Jóns Árnasonar var Halldóra Jónsdóttir prófasts á Miklabie Þorvaldssonar. Móðir síra Björns og fyrri kona Jóns Árnason- ar var Margrét Jónsdóttir frá Vík á Vatnsnesi Björnssonar prests á Staðarbakka, Þorsteinssonar prests í Fagranesi, Jóns- sonar bónda á Spákonufelli, Finnssonar. Móðir Margrétar var Guðrún, dóttir síra Jóns brauðlausa, Jónssonar Hólaráðsnianns Illugasonar, Jónssonar. Síra Björn er fæddur 1749. Hann fór i Hólaskóla 1767 (Ath.s. á spássíu: Björn Jónsson er í Hóla- skóla 1767, 18 vetra.) og útskrifaðist þaðan 1770 eftir þriggj3 vetra skólaveru, þá á 21. aldursári, en fæddur var hann í Vík á Vatnsnesi. Nokkur ár eftir það bann litskrifaðist hafðist liann við á verferðum, ýniist á Skagaströnd eða Suðurlandi, en liann vígðist af Gísla biskupi Magnússyni á Hólum á 6. sunnudag eftir páska, 4. maí 1777 og varð þá kapellán síra Eiríks Jónssonar á Hofi á Skagaströnd um tvö ár, en það prestakall var honum veitt 17. júní 1779, eftir fráfall síra Eiríks og var hann þar síðan 5 ár, en alls þjónaði bann þar 9 ár (sic) 30. apríl 1784 liafði liann brauðaskipti við síra Bene- dikt Árnason og tók þá Bergsstaði. Síra Björn bjó í Stóradal 1788, 38 ára og þar er bann 1789—1792. Þar dó lijá lionuin stjúpa lians, seinni kona Jóns Árnasonar, Elísabet Benedikts- dóttir, 27. febrúar 1789, 64 ára, gift, átti eitt barn, en eftir ]>að settist liann að eignarjörð sinni Bólstaðarblíð og bjó þar til dauðadags. Þar bjó bann 1816 ógiftur milli kvenna með bústýru Þórunni dóttur sinni, 28 ára. Hann byggði öðruni staðinn á Bergsstöðum. Hann bafði um tíma Svínadalsuni- boð, og forlíkunarembætli, ]>egar sú stiptun var innleidd a Norðurlandi. Hann var lítill meðalmaður á vöxt, rauðleitur i andliti og fríður sínum, fjörmaður mikill, eljunar- fram- kvæmdar- og bvisældarmaður. Gáfaður vel og talinn nieð betri kennimönnum, baglientur og bagmæltur, orðkringur síglaðlyndur og samverumaður (?). Til eru eftir liann ýnns- legir smákviðlingar, snotrir og gáfulegir. Hann hefur og nt- lagt á íslenzku: Dodridge: Gudfrvgtigliedens Fremgang. Hann dó í Bólstaðarhlíð af brjóstveiki og landfarssótt, 11. ágúst,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.