Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 48
238 KlRKJURITIb gera væntanlegum kjósendum ljóst, hversu álitlegur maður sé og miklu agætari en þeir aSrir, er um embættið sækja. Helzt verður auðvitað að beita báðum þessum aðferðum, —■ og enda ýmsum fleiri kosningabrellum, sem allar eru jafn- ósæmilegar í þessu sambandi og kosta enda sumar of fjár. Ennfremur vil ég benda á, að það er talsvert miklu óþægi- legra fyrir prestinn að koma aftur heim til síns gamla safnaðar eftir að liafa fengið háðulega útreið í slíkum kosningum, — heldur en þótt lionum væri hafnað af biskupi eða ráðlierra. Og þótt ég telji ekki ástæðu lil að rekja bér efni frv. þess um veiting prestakalla, sem undanfarin ár liefur legið fyrir Alþingi, — þá vil ég undirstrika, að samkvæmt því geta söfn- uðurnir eftir sem áður baft veitingavaldið í sínum bönduni, sé samstaða um það með trúnaðarmönnum safnaðarins. Sr. Gunnar Árnason veit svo mæta vel, — að það er um tóint mál að tala, að samkvæmt núgildandi lögum, geti ráðherra skipað bvaða umsækjanda sem er, — verði kosning ekki lög- leg. Þessu ákvæði hefur á síðari áratugum aðeins einu sinni verið beitt og kostaði safnaðarklofning og einbvern óskapa gauragang, — sem ráðberrar vilja ógjarna eiga á bættu í þessu sambandi. Og að lokum örfá orð um málgagn kirkjunnar. Já, auðvitað er það rétt, að meira þarf en nokkur óánægjuorð til að bleypa ábrifamiklu og vinsælu vikuriti af stokkunum. En orð eru þ° til alls fyrst og ég hygg, að auðveldara væri að útlireiða slíkt rit beldur en Kirkjuritið í núverandi formi, — ef sambugur og samstaða næðist um það. Á meðan saingöngum var þannig háttað, að póstur barst víða ekki oftar en einu sinni eða tvisvar í mánuði, var mánaðarrit eðlilegt, en nú er viðhorfið sem sagt allt annað. Reynslan frá liðnum vetri gerir það alveg ljóst, a^ kirkjan þarf að eignast virkara málgagn en Kirkjuritið er. Ég lield þ ví, að málið sé vel þess virði, að tilraunin sé gerð, eða það a. m. k. athugað án allrar tilfinningasemi. Athugasemd: Seint munum við séra Þorbergur snúa hvor öiVrum. Endurtck aðeins það hollráð, að þeir sem hafa áliuga á deilumálinu: veitingu presta- kalla, kynni sér Alþingistíðindin síðustu áratugina fyrir 1900. Þar dylst ekki hvers vegna söfnuðirnir heimtuðu í sínar hendur réttinn til að velja sér presta, og þóttust bezt að honum komnir. — G. A.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.