Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 13
KIRKJUIUTIÐ 203 1325, en var grafinn 20. ágúst, 76 ára gamall en 48 ára prest- l*r. Hjá honum dó Jón faSir lians í Bólstaðarlilíð 1805. Síra Hjörn liefur íitlagt úr dönsku bréf það er Jón sýslumaður Guð- niundsson í Skaptafellssýslu, ritaði og sendi Jörgen Jörgensen, Hundadagakonungi, sem prentað er í Árbók Espbólíns XII Heild, bls. 38—39. Yfir gröf síra Björns var legsteinn settur, °g þar á liöggvið þetta grafletur. „Hér er leiddur / Björn Jóns- son / Bergstaðaprestur / Maki beztur / Maka og feðra / manna yegleið endar / og velgjörara / gáfumanna / og Guðs vina / fæddur 1749 / Deyði 1825. / Síra Björn var tvíkvæntur. Fyrri kona bans var Ingibjörg, dóttir Ólafs bónda á Frostastöðum, Jónssonar frá Framnesi í Skagafirði, Ólafssonar, Kárssonar, Bergþórssonar, lögréttu- tnanns, Neðra Ási, Sæmundssonar prófasts í Glaumbæ, Kárs- sonar. Móðir Ingibjargar var Kristín Björnsdóttir, prests á Hjaltastöðum í Hofsstaðaþingum, Sltúlasonar. Ingibjörg var systir Ólafs leklors í Túnsbergi í Noregi — Hólmfríðar konu Jóns Jónssonar, sýslumanns í Bæ — Þuríðar konu assesors Uenedikts Gröndal — Ingunnar konu Magnúsar Péturssonar frá Syðra-Vallliolti í Skagafirði, og fleiri voru þau systkin. Ingibjörg kona síra B jörns dó í 13. viku sumars 1816. Þau áttu saman 11 dætur, og lifðu 8 þeirra, voru það liinar nafnkunnu °g kvnsælu Bólstaðarldíðarsystur, sem fjölmennur ættbálkur er frá kominn oít urðu allar inerkilegar konur. 1. Margrét Björnsdóttir fædd á Reynistað 1777, dó 12. maí 1834, átti fyrr síra Arnór Árnason kapellán á Bergsstöðum, 8em enn verður getið, svo átti hún Þorstein bónda Ólafsson frá Aindbæli, þau bjuggu á Æsustöðum í I.angadal. 2. Kristín Björnsdóttir, fædd 1780, bún varð 20. júlí 1804, briðja kona Þorvaldar prófasts, sábnaskálds Böðvarssonar í Holti undir Eyjafjöllum. Þau áttu saman 13 börn, Kristín dó hjá síra Ólafi svni sínum í Skörðum í Dalasýslu, sem þá var kaiiellán síra Daníels Jónssonar, þ. 22 júlí 1843. 3. Elísabet B jörnsdóttir, fædd 1781, átti 16. júlí 1801, Jón Prófast Pétursson í Steinnesi. Þau áttu saman 16 börn. Hún 'ló 16. febrúar 1851. 4. Guðrún Björnsdóttir, dó sumarið 1816, varð 16. maí 1805, þriðja kona Jónasar prófasts Benediktssonar á Höskuldsstöð- llrn. Þau voru barnlaus.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.