Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 50
KIRKJURITIÐ 240 öllum er það mikið þakkarefni, að hafa kynnst slíkum afburða manni í einu vandasamasta embætti þessarar þjóðar, sem bann hefur með þjón- ustu sinni hafið til enn meiri vegs.“ Þung áherzla er nú lögð á það í flestum eða öllum höfuðkirkjudeildunum aðnauðsyn heri til „að hrúa djúpið milli klerka og leikmanna". Er þctta m. a. mikið rætt í nýlegu hefti af Luther World, málgagni LHS. Tólf manna ráðstefna kristilegra álirifamanna, sem hafði þetta mál á dagskra, livatti andlegrar stéttar menn til að einangra sig ekki um of við guðfræði- Ieg efni, heldur liverfa meira að þjóðfélagsvandamálmn og hlut kirkjunn- ar í lausn þeirra. INNLENDAR FRÉTTlR Séra Jón Einarsson, settur prestur í Saurbæ hefur verið kosinn þar lög- mætri kosningu. Fjórir prestar jararstjórar. Ferðaskrifstofan Sunna efnir til fjögurra ferða á þessu sumri, sem sérstaklega eru helgaðar kristiium áhugamönnum og æskulýðsfélöguin innan safnaðanna. Fyrsta ferðin sem hófst 23. maí var til Landsins helga, með viðkomu í Egyptalandi og Grikklandi. Fararstjori séra Frank Halldórsson. Þá er æskulýðsferð til Danmerkur og Skotlands 29. júní — 20. júlí. Ferð- ast þátttakendur ýmist með flugvélum eða skipuni. Lengst er dvalið i Canberry Tower í Skotlandi og notið þar gestrisni skozku kirkjunnar. Fararstjóri er séra Björn Jónsson í Keflavík. 4. júlí—18. júlí fer annar flokkur og ferðast um Danmörku og Noreg■ Er þá m. a. dvalist nokkra daga á kristilegu dvalarheimili við Oslófjörð- Fararstjóri er séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Loks er haldið í ferð til Danmerkur, Þýzkalands, Rínarlanda og HoÞ lands 18. júlí—1. ágúst. Mest er dvalið í Ríiiarlöndunuin á vegum krist- inna safnaða. Fararstjóri er séra Ólafur Skúlason. Ferðir þessar eru mjög vinsælar og jafnt til gagns og gamans. KIRKJURITIÐ 33. árg. — 5. hefti — maí 1967 Tímarit gefið út af Prestafélagi fslands. Kemur út 10 sinnum á ári. Verg kr. 200 fg; Ritstjóri: Gunnar Árnason. Ritnefnd: Bjarni Sigurðsson, Heimir Steinsson, Pétur Sigurgeirsson, Sigurður Kristjánsson. Afgreiðslu annast Ragnhildur ísaksdóttir, Hagamel 4 Sfmi 17601. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.