Kirkjuritið - 01.02.1968, Page 14

Kirkjuritið - 01.02.1968, Page 14
60 KIRKJURITIÐ kominn Sigurður Guðmundsson skólameistari. -— Hafði liann þá frétt, að liinn ungi efnilegi nemandi lians myndi eigi ætla í skólann að hausti. — Var hann kominn til að hvetja Þórar- inn, og fá liann til að liahla áfram námi. Það reið haggamun- inn. — Fyrir þá ferð að Víkingavatni á hinn merki framsýni skólamaður þökk alþjóðar. Um þessar mundir var norðlenzki skólinn að herjast fyrir réttindum til að verða menntaskóli. Þórarinn Björnsson var einn af sex nemendum, sem þreyttu stúdentspróf utanskóla í Reykjavík 1927, og voru þeir hinir fvrstu til að ryðja brautina að þeim áfanga. — Má fullyrða að hin frækna frammistaða þeirra og námssigur hafi orkað miklu í þá átt að skólinn hlaut full réttindi til að útskrifa stúdenta það sama ár. Eftir stúdentsprófið fór Þórarinn Björnsson í framlialds- nám til Sorbonne-háskólans í París. Innritaðist hann þar ekki sem útlendingur, Iieldur sem einn liinna innfæddu liáður sömu skilyrðum og aðstöðu til náms og þeir. — Það reyndi á soninn frá Víkingavatni og hann stóðst hverja prófraun með glæsi- hrag eins og áður. Hér var sá Mímisbrunnur, sem hann gat ausið af — og til þess notaði Iiann hverja stund. Hann lagði stund á frönsku, latínu og uppeldisfræði og lauk liáskólaprófi 1932, — á skemmri tíma en venjulegt var. — Oft heyrðum við Þórarinn Björnsson minnast á veru sína í Frakklandi. — Þar lærði hann þetta, eins og liann sjálfur komst að orði, „að hin æðsta kennsla er listrænnar ættar. —- Hann sameinaði það bezta úr lyndiseinkunn Frakka og ís- lenzkri menningu. Eftir áramótin varð hann kennari við Menntaskólann á Ak- ureyri. — Oft lét liann þess getið, live vænt honum þótti um það starf. Enda var hann afburðasnjall kennari, vinur nem- andans, — ríkur af samúð. Hann gladdist, þegar nemendum sóttist náinið vel og stóðust prófin, og hann þjáðist með þeim þegar illa gekk. — Þessi fölskvalausi samhugur vakti lionum vini, aðdáenilur og fylgjendur. Hann hafði sérstakt lag á því að gera hlutina minnisstæða, en það er „hin dýrmæta kennara- gáfa,“ — að tjá sig, vera allur, þar sem liann var. Notkun ís-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.