Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1968, Qupperneq 18

Kirkjuritið - 01.02.1968, Qupperneq 18
Reidar Kobro, prófastur: Frá norsku kirkjunni Reidar Kobro, prófastur er formað'ur norska prestafélag6Íns. Þessi smágrein er skrifuð sem svar við nokkrum fyrirspurn- um mínum. — G. Á. Utnræður um kirkjumál liér í Noregi liafa síðustu mánuðina aðallega snúist um tilboð Kjell Bondeviks, kirkjumálaráðlierra, um að liann beiti sér fyrir því að lögfesta kirkjuráð norsku kirkjunnar. Lýsti kirkjuntálaráðherrann þessu yfir í erindi, sem hann flutti á norræna prestafundinum í Uppsölum sl. sumar. Vakti það mikinn fögnttð meðal norsku fundarmann- anna. Hugmyndin er sanit alls ekki ný af nálinni. Því ltefur verið haldið fram að engin ríkiskirkja liafi jafn lítið sjálfsforræði í sínum innri málum og norska kirkjan. Er það arfur frá dögum einvaldskonunganna. Afleiðing þessa var eðlilega endurbótahreyfingin, sem hófst innan kirkjunnar fyrir rúmri öld og leiddi til þess að fyrst var komið á fót safnaðar- ráðunt, síðan hiskupsdæmaráðum og loks sameiginlegum þing- um þeirra síðarnefndu. Tillaga kirkjumálaráðherrans uni kirkjuráðið er enn eitt framfarastig á þessari braut. Búist er við frumvarpi kirkjumálaráðuneytisins um þetta á næstunni, og það verður sennilega lagt fyrir stórþingið, sem nú situr. Kirkjuráðshugmyndin miðar ekki að neinni byltingu. Til- gangurinn með ráðinu er að bæta enn það góða samband sem ríkjandi er á milli kirkjunnar og kirkjumálaráðuneytisins. En það getur þó haft mikla þýðingu fyrir málstað kirkjunnar. Hér er heldur ekki um valdakröfu kirkjunnar að ræða. Ætlunin er að kirkjuráðið liafi aðeins ráðgefandi vald í skipulags- og fjármálum, en jafnframt standa vonir til að það leiði til fyllri glöggvunar á því ástandi kirkjunnar, sem skapast hefur við gjörbreytta þjóðfélagsliætti og sívaxandi aðstreymi til borga og bæja. Og megi stuðla að óhjákvæmilegri nýmyndun safnaða

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.