Kirkjuritið - 01.02.1968, Side 30

Kirkjuritið - 01.02.1968, Side 30
76 KIBKJURITID Eru lil algildar siSgæSisreglur? Þessa spurningu mætti líka orffa á þann veg, livort til séu siðgæðismörk, sem einstaklingarnir mega ekki fara út fyrir áo þess að brjóta gegn betri vitund og skaða sig og samfélagið- Frá uppbafi Kristninnar liafa tvenns konar siðgæðisviðborf komið mest við sögu á Vesturlöndum. Annars vegar sú skoðun að mönnunum sé meSfœtt ákvefiið siSgæSisskyn og gætir þess bæði í kenningum Platóns og Stóumanna. En okkur mun það sennilega kunnast af þcssum ummælum Páls Postula: „Þegar beiðingjar, sem ekki liafa lögmál, gjöra ósjálfrátt það seiu löginálið býður, þá eru þeir, þótt þeir bafi ekki neitt lögniák sjálfum sér lögmál; þeir sýna að verk lögmálsins er ritað ) lijörtum þeirra, með jiví að samvizka þeirra ber vitni og bug' renningarnar sín á milli ásaka eða líka afsaka.“ Baki þessara orða felst að sjálfsögðu sú trú og tilfinning að Guð bafi lagt siðgæðistilfinninguna í brjóst manna og að bún baf1 styrkst og jiróast sakir opinberunar spámannanna og vegna lífs og kenningar Jesú Krists. Þetta befur fram á jiennan dag- að jiví er ég veit bezt, verið undirstaða siðgæðisreglna og sið' fræðikenninga kaþólsku kirkjunnar. En fleiri sjónarmiða hef' ur löngum gætt meðal mótmælenda. Og færist það í aukana. önnur siðaskoðun er svonefnd nytsemiskenning. Hún miðar siðgæðið við J)að, sem sé hverjum einstaklingi mest að skap1 og, eða þjóðfélaginu gagnlegast. Á þessum grundvelli er erfiB að setja fram ákveðin siðalögmál. Mat einstaklingsins og saiu- félagsins bljóta oft að rekast á. Sést það glöggt á réttarhölduU' um yfir rússnesku rithöfundunum. Lengst ganga jieir menO jiessarar stefnu, sem afneita svo til allri siðferðislegri ábyrgði samanber eftirfarandi ummæli: „Eitt af því er mest muO skilja fortíð og nútíð felst í gjörbreyttu viðborfi til ábyrgðar einstaklingsins bæði gagnvart sjálfum sér og öllum öðrum. Þess) ábyrgð er mikil í hinu gamla samfélagi en mun verða allt að því engin í því nýja.“ (Armas Lappalainen) Geta gagnstaSar siðaskoSanir veriS jafngildar í þjóSfélaginu. Sumum kann að finnast það eins sjálfgefið og að trúfrelsj eigi sér stað. En Jió mun reynast nokkur bængur á þeirr) framkvæmd og sjást jiess viss merki.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.