Kirkjuritið - 01.02.1968, Síða 32

Kirkjuritið - 01.02.1968, Síða 32
KlltKJURITIÐ 78 glæpamyndir á lieimilum okkar, sem njótum þeirra gæða að liafa bæði útvarp og sjónvarp. Því er ekki að leyna að til voru þeir, sem fundu að hús- lestrunum o<; kvöldbænunum, en ekki voru þá tök á að sann- prófa, livað þeir liöfðu mikið til síns máls. En nú lieyrast líka all margar raddir um að stríðsfréttirnar og glæpamyndirnar liafi sína galla og geti haft spillandi áhrif- Segja sumir það vera meginorsök sífjölgandi afbrota unglinga og fnllorðinna svo sem: brota á leiðarmerkjum, spellvirkja a sumarbústöðum og æ tíðari innbrota og alls kyns þjófnaða- Unnt ætti að vera að rannsaka, Iivort sá grunur er á rökum reistur. Og svo annt látum við okkur sem betur fer um skóla- málin og velferð æskunnar að undarlegt er, að ekki skuh þegar hafa verið hafist lianda unt þær kannanir. Við eiguin sem betur fer nokkra velmenntaða sálfræðinga og uppeldis- fræðinga og ennfremur félagsmálaráðgjafa, sem liljóta að geta framkvæmt slíkar rannsóknir og komist að mikilvægum niður- stöðum. Og auðvelt væri að breyta eitthvað dagskrá fjölmiðlunar- tækjanna, ef þess reyndist þörf. Þótt einliverjir kunni að segja — og það með réttu — að þetta sé allt eins og í útlöndunum, vestan liafs og austan, er það ekkert lokasvar. Lítil þjóð eins og okkar þarf á öllum sviðum að gæta sí» betur en stórþjóðirnar. Rétt eins og birkikríli þolir minnJ áföll en eikurnar. Samt eru þess dæmi að þær liafa maðksmogist og lirunið- Eining allra kristinna manna á enn óralangt í land. En gott er til þess að liugsa að þess sjást alls staðar fleiri og meiri merki að margir mikilhæfustn og valdamestu menn kirkjudeildanna finna að brúa þarf gjárnar, sein skilið liafa kirkjudeildirnar um langan tíma- Páfinn og patríarkinn, yfirbiskup grísk-kaþólskra maima, haf;l hitzt og fallist í faðma. Eftir níu alda ósætti. Kaþólskir og mótmælendaguðfræðingar bera margir saman bækur sínar o‘ó kemur nú á daginn, að fjöldi kaþólskra guðfræðinga er» miklu víðsýnni og „vísindalegri“ en ætlað liefur verið. Staiid11 mótmælendum fyllilega á sporði á þessum sviðum.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.