Kirkjuritið - 01.02.1968, Síða 44

Kirkjuritið - 01.02.1968, Síða 44
90 KIRKJURITIÐ Börnin voru öll á einu máli um að mér mundi líSa vel hér á elliheimilinu. Það er annað en útlátalaust að hafa gamla móður og ömmu á heimilinu. Og svo allt umstangið sem það liefur í för með sér. Það er hollt að hugsa um það. „Þér líður vel, mamma, sagði Sveinn, það amar ekkert að þér.“ Það er satt, mér líður vel að öllu leyti, ég fæ nóg að borða, ég hef lierbergi fyrir mig, en ég er ekki glöð í sinni. Ég hugsa um börnin mín og barnabörnin — ég á níu barnabörn, en þau stíga aldrei fæti sínum liér inn fyrir dyr. Hverju skiptir þau eldgömul amma á elliheimili? BráSum á að borða og þá maula ég miðdagsmatinn minn liér ein við borðið. Og ég liugsa um börnin mín og fimm tengdabörn og níu barnabörn. Ég er gömul og gleymd og snauð. Grár og ömurlegur liúsveggur er það eina, sem ég sé út um gluggann. Nema ég standi við bann, þá sé ég gráa og óyndislega götu. (G. Á. íslenzkaði) • Gömul vísa Þykist Iirað'ur margur maður til máls og vizku greina, ef orðin stinn eða átökin aldrei þarf að reyna.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.