Kirkjuritið - 01.05.1969, Síða 16

Kirkjuritið - 01.05.1969, Síða 16
206 KIRKJURITIÐ þar sem Mannssonurinn gengur um garða með rcidda svipu og rekur mangara 20th Century-Fox á dyr, þá, sem gjört hafa bænahús þitt að ræningjabæli. Drottinn í þessum syndum spillta og geislavirka heimi getur þú ekki eingöngu sakfellt smáafgreiðslustúlku, sem lét sig dreyma um að verða kvikmyndastjarna eins og gengur og gerist um allar afgreiðslustúlkur, Draumur hennar rættist (varð að litmyndaveruleika). Hún fylgdi aðeins handritinu, sem vér fengum henni í hendur — afkáranlegu handriti vors eigin lífs. Hana þyrsti eftir kærleika og vér gáfum henni deyfilyf, til bóta við hryggð hennar yfir því að hún skyldi ekki vera dýrlingur mæltum vér með því að hún léti sálgreina sig. Drottinn, minnstu hversu ótti hennar við kvikmyndavélarnar fór sívaxandi og óbeit hennar á förðuninni — þótt hún einbeitti sér við að farða sig fyrir hverja sviðsmynd — minnstu þess hversu ógæfan færðist í aukana og það varð æ tíðara að hún kæmi of seint í kvikmyndaverið. Eins og allar afgreiðslustúlkur dreymdi hana um að verða kvikmynda- stjarna. Og líf hennar varð óraunverulegt, Iíkt og draumur, sem sálfræðingurinn bókfærir og skýrgreinir. Unaðsstundir hennar voru kossar er hún gaf og þáði með luktum augunu en þegar hún lauk þeim upp uppgötvaði hún að þetta hafði gerst í Ijóma ljóskastaranna og að slökkt er á ljóskösturunum og allir veggirnir liðaðir sundur (voru ekki annað en skreyting) og kvikmyndastjórinn hverfur á dyr með handritið, því að kvikmyndun þáttarins er Iokið. Ferð á skemmtisnekkju, koss í Singapore, dans í Rio, móttaka á heimili hertogans af Windsor og frúar hans, allt var þetta upplifun á hennar eigin ömurlega vinnustað. Kvikmyndin endaði án nokkurs koss í lokin. Það var komið að henni Iátinni í rúminu með hendina á símanum. Og Iögreglan hafði enga hugmynd um í hvern hún ætlaði að hringj8- Það var likast því, þegar einhver hefur hringt til að heyra raust einkavinarins og heyrir svo aðeins hlutlausa rödd sem segir: WRONG NUMBER (skakkt númer) eða að einhver hefur orðið fyrir glæpamannsárás og teygir út hendina eftir sima, sem tekinn hefur verið úr sambandi. Drottinn hver, sem það kann að hafa verið, sem hún hugsaði sér að hringja í, og kom ekki í verk (ef til vill var það enginn eða var það einhver, sem ekki er í símaskrá Los Angeles) svara þú kalli hennar. G. Á. islenzkaði Á

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.