Kirkjuritið - 01.07.1970, Síða 13

Kirkjuritið - 01.07.1970, Síða 13
KIRKJURITIÐ 299 sakir stjómmálaástandsins í landinu. Hins vegar var það til ineðmæla og stuðnings, að þau fjögur allsherjarþing, sem Lút- herska Heimssambandið hefur liáð, liafa verið í Evrópu (3) og N.-Ameríku (1). Til greina kom að halda þetta þing í Austur- Evrópu, en það strandaði á stjórnarvöldum þar eystra. Þá þótti ráð að leita til „þriðja lieimsins“ og gista einhverja hinna ungu lúthersku kirkna þar. Ivom svo boð frá lúthersku kirkj- unni í Brasilíu, en hún er allfjölmenn og hefur vaxið stómm að undanfömu, liefur hátt á 8. hundrað þúsund meðlimi. Að öðru leyti er þorri landsmanna rómversk-kaþólskur, eins og Eunnugt er. Svo er háttað um stjórnarfar í Brasilíu, að það var engan yeginn vandalaust að kveðja þar saman alþjóðlegt kirkjuþing. Þurfti fyrst og fremst að tryggja það, að tilkvaddir fulltrúar Evaðanæva að fengju að koma til landsins og að engar óeðli- ^egar hömlur væru lagðar á þá. Ferðafrelsi innanlands og ó- skorað málfrelsi þ ingsins og einstakra fulltrúa hlaut að vera skilyrði. Virtist svo sem stjórnarvöldin vildu ábyrgjast þetta °g taka á sig þá áhættu, sem því lilaut að fylgja í þeirra aug- titn. Því það er ekkert levndarmál, að harðstjórn er við völd 1 landinu og þjóðfélagsástandið skuggalegt. Þó að margt sé á Euldu um stjórnarliætti, eins og gerist í einræðisríkjum, þá Eefur ekki verið unnt að hilma yfir lögleysur og ofbeldisverk, kúgun og pyndingar. Hafa fregnir af þessu borizt út í vaxandi mælij ekki sízt fyrir atbeina rómverzk-kaþólskra kirkjumanna, sem eru í opinskárri andstöðu og beinu stríði við stjórnarvöld- 111 og hafa margir sætt liarkalegri meðferð. Það gat því ekki verið fýsilegt að þiggja aðstöðu til þing- Ealds í þessu landi, sízt af öllu að gefa stjórninni minnsta til- efni til að lialda, að umlieiminum væri ókunnugt um misferli °g kúgun eða léti sér slíkt í léttu rúmi liggja. Samt varð ofan a? að þingið skyldi haldið í Porto Alegre og munu menn Iiafa vonað, að það gæti orðið styrkur, ekki aðeins lúthersku kirkj- llnni, heldur öllum jákvæðum öflum í landinu. En á síðustu ntánuðum liefur síaukin vitneskja um illa stjórnarliætti vakið vaxaiuli gagnrýni lútherskra manna víðsvegar, og þar kom, að ákveöið var að færa þingið til annars lands. Er vonandi, að þessi mótmælaaðgerð gegn harðstjórn og misrétti verði ekki ahrifalaus, hvorki í Brasilíu sjálfri né annars staðar.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.