Kirkjuritið - 01.07.1970, Síða 18

Kirkjuritið - 01.07.1970, Síða 18
304 KIUKJUUITIB prófasta, þótt enn sé þar allmikill munur á. Jákvætt er það í þessu sambandi, að prófastar fá liér eftir kostnað af embættis- ferðum sínum endurgreiddan úr ríkissjóði. Þessi prófastsdæmi sameinast: Skaftafells-, Mýra- og Borgarf jarðar-, Dala- og Snæ- fellsness-, Isafjarðar-, Stranda- og Húnavatns-, Þingeyjar-pró- fastsdæmi. Þá eru 15 prestaköll niður lögð: Kirkjubær í Hróarstungu, Hof í Öræfum, Staðarhraun, Breiðabólstaður á Skógaströnd, Hvoll í Dölum, Flatey á Breiðafirði, Brjánslækur, Hrafnseyri, Núpur í Dýrafirði, Ögurþing, Staður í Grunnavík, Tjörn á Vatnsnesi, Hvammur í Laxárdal, Barð í Fljótum, Grímsey. Öllum er það kunnugt, að nálega öll þessi köll liafa verið óskipuð langtímum saman að undanförnu, eða þá að grann- köllin, sem þau falla undir, liafa verið það. Hof í Öræfum befur lengst verið óskipað, síðan 1931. Er algerlega óraunliæft að gera ráð fyrlr umskiptum í þessu efni í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Þó að skiljanlegt sé og allrar virðingar vert, að því fólki, sem nánast á lilut að máli þyki mikið fyrir því að kveðja fyrir fullt og allt vonina um, að fornfrægur staður verði setinn að nýju af presti, þá er flestum ljóst, að tálvon gerir engum gagn. I annan stað skilja allir, að sú lagabreyting, sem orðin er, breytir engu í reyndinni um prestsþjónustu í þessum byggð- um, miðað við það, sem verið liefur svo árum eða áratuguni skiptir. Nokkur ný embætti eru lögfest og kemur það þegar nokkuð á móti þeirri fækkun, sem liér var rætt um. Heimilt er, ef þörf krefur, að ráða fleiri menn en einn til þess að gegna farprests- þjónustu. Tveir aðstoðaræskulýðsfulltrúar eru kirkjunni lieim- ilir til starfa með æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar. Þá er heim- ilt að ráða prestvígða menn lil sérstakrar sjúkrahúsa- og fangahúsaþjónustu. Og loks er lögfest embætti sendiráðsprests í Kaupmannaliöfn. Hér er um að ræða 4 ný embætti liið ininnsta, en ákvæðiu um farprest, svo og um sjúkrahúsa- og fangaþjónustu, eru þa^ rúm, að þau geta veitt meira svigrúm með tímanum. En þegar meta skal hin nýju lög í lieild skiptir mestu sa bluti þeirra, sem fjallar um kristnisjóö. Ákvæðin um bann skáru frá byrjun úr um gildi þessarar endurskoðunar (yrl1 kirkjuna og það verður að teljast grundvallarsigur, að það mál

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.