Kirkjuritið - 01.07.1970, Page 29

Kirkjuritið - 01.07.1970, Page 29
KIRKJURITIÐ 315 Kirkju] )inn; frumvarp er miSaði að lausn organistavandamáls- ins. Þórarinn Þórarinsson skýrði frá störfum fvrrverandi Skál- holtsnefndar n« lagði fram kynningarbækling um málið. Séra Bernliarður Guðmundsson kynnti störf fjölmiSlunar- nefndar. Kom ])ar m. a. fram að cand. theol. Haukur Agústsson befur verið ráðinn til tveggja mánaða námsferðar til Irlands á næsta hausti til að kynna sér stjórn útvarpsþátta. Séra Þorbergur Kristjánsson bar fram eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt með öllum þorra atkvæða. 5,Jafnframt því að Prestastefna Islands 1970 óskar eftir auk- inni og bættri kristindómsfræðslu í skólum, minnir synodan á mikilvægi fermingarundirbúningsins í kristilegri uppfræðslu °g leggur áherzlu á, að prestar reyni að bæta bana og samræma eftir föngum, sbr. síðustu samþykkt prestastefnunnar um það efni.“ Lögð var fram skýrsla æskulýðsfulltrúa, minnst á æskulýðs- starfið og Æskulýðsblaðið og húsmæðrakóla kirkjunnar á Löngumýri. Morgunbænir á prestastefnunni fluttu þeir séra Sigurjón Einarsson og séra Jón Einarsson, en ritarar voru séra Bolli Gústafsson, séra Jón Einarsson, séra Kolbeinn Þorleifsson og sera Þórballur Höskuldsson. Að kvöldi síðasta fundardags sátu prestar boð biskups að beimili lians. Biskupsfrúin bauð prestskonum til sín á fyrsta Lindardegi. Skálholtshátífí fór frani 26. júlí. Var liún fjölsótt, enda veður hið fegursta Var og fjölþætt og hátíðlcg. Skírnarathöfn í Surtsey. — Morgunblaðið skýrði frá því 3. júlí s. 1. að kaþólskur prestur, bandarískur, faðir Skohan að nafni, hefði skírt einn landa sinn úti í Surtsey. Báðir voru í hópi vísindamanna, er voru þarna a rannsóknarferð. — Þetta mun ef til vill einstæður athurður í kirkjusög- '•nni, að maður hafi verið skírður á stað, sem svo nýlega er orðinn til.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.