Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 44
330 KIRKJURITIÐ tækasta hjálparstarf, sem nú er unnið af einkaaðilum í þess- um heimi. Og með því að leggja lið sitt þeim öðrum lijálpar- samtökum, sem mest og bezt starf vinna, svo sem Rauða kross- inum, þá verður miklu meira gagn af þessu starfi en ella. Fróðlegt væri að nefna dæmi úr þessu hjálparstarfi en það tæki of langan tíma að rekja þau nákvæmlega. Austur í Indlandi hefur verið unnið að því að sigrast a erfiðleikum, sem leiddu af langvinnum þurrkum. Þar eru gjörðar áveitur, borað eftir vatni, nýtt land brotið til rækt- unar og indverskum bændum kenndar nýtízku aðferðir í land- búnaði. Sama ntáli gegnir víða í Afríku. Skólar eru reistir til að kenna íbúum þróunarlandanna nýjustu vinnubrögð í iðn- aði og landbúnaði. Milljónum flóttamanna um gjörvallan Iieim er hjálpað til þess að befja nýtt líf á nýjum stöðum. Takmarkið er alls staðar eitt og bið sama: Hjálp til sjálfs- bjálpar. Það er liin eina hjálp, sem kemur að fullum notuni, þegar til lengdar lætur. IV. Heimurinn befur minnkað í vitund okkar. Enginn staður a jarðríki er lengur svo fjarlægur, að ekki megi komast til Iians á nokkrum klukkustundum. Og allar fréttir berast sain- stundis um gjörvalla jörð. Þessi staðreynd eykur tilfinningu okkar fyrir því, að við erum allir í sama báti, mennirnir. Við getum ekki lengur látið eins og mannleg neyð einbvers staðar úti í hinum stóra lieinn komi okkur ekki við. Þegar sjónvarpið flytur inn í stofu til okkar myndir af börmungum fólks í fjarlægum löndum, finn- um við til meiri samúðar en áður. Neyð annarra snertir okk- ur. Okkur kemur liún við. Við eigum að gæta bróður okkar. Við Islendingar erum bæði fáir og vanmegnugir. Og við eigum við okkar eigin erfiðleika að stríða. Það kann að virð- ast svo, að lítið muni um okkur og okkar skerf. Þó liafa Islendingar jafnan lagt af mörkum góðan skerf, þegar til þeirra liefur verið leitað til bjálpar, og ofl verið í fremstu röð miðað við íbúatölu. Er það vel. A

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.