Kirkjuritið - 01.07.1970, Síða 48

Kirkjuritið - 01.07.1970, Síða 48
Lýðskólinn í Skálholti Alþjóð veit að unnið er að því að koma honum á í'ót og að fyrirhugaður skólastjóri, séra Heimir Steinsson, aflar sér fræðslu erlendis. I undirbúningsnefndinni eru Þórarinn Þórarinsson fyrrver- andi skólastjóri, formaður, séra Guðmundur Óli Ólafsson, séra Ólafur Skúlason, séra Bemharður Guðmundsson, Pétur Svein- björnsson umferðarstjóri, Jón R. Hjálmarsson skólastjóri og Guðrún Halldórsdóttir. Nefndin liélt nýlega blaðamannafund til að skýra málið og livetja til meiri og almennari framlaga því til stuðnings. Hún liefur gefið út myndskreytt hvatningar- bréf og segir þar m. a.: Samkvæmt umræðum og samþykktum áhugafólks um lýð- skóla í Skálliolti er honum ætlað að starfa í anda hinnar nor- rænu lýðháskólahreyfingar og á siðagrunni kristinnar trúar. Skólanum er ætlað fjórþætt hlutverk, auk valgreina á áhuga- sviðum og í liagnýtum fræðum: Að liafa persónideg uppeldisáhrif á nemendur í anda ís- lenzks þjóðernis og kristinnar trúar, bæði með sambýli og samstarfi við kennara, þátttöku í kristnilífi liins fornhelga stað- ar og í námsgreinum, sem settar verða í fyrirrúm á námsskra skólans, þ. e. bókmenntir, saga, félagsfræði og kristindóinur. Að mennta og þjálfa starfslið fyrir æskulýðsstarf og söfnuði landsins. Að vera vettvangur fyrir fólk, sem að afloknu skyldunánU eða síðar vildi auka við nám sitt og kynnast nýjum viðhorfuni- Ennfremur fyrir þá, sem hafa sérstakan áliuga á einhverjuin vissum greinum. Að stofna til menningartengsla við þjóðir Norðurlanda og íslenzka ))jóðarbrotið í Vesturheimi, með því að taka við nemendum og gangast fyrir námskeiðum með þátttakenduiu þaðan, þar sem fjallað yrði um íslenzk og samnorræn fræði. Ennfremur gaf nefndin eftirfarandi upplýsingar: Sums staðar á Norðurlöndum jafngilda þrjú ár á lýðháskóla

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.