Kirkjuritið - 01.07.1970, Page 50

Kirkjuritið - 01.07.1970, Page 50
336 KIRKJUHITIÐ ERLENDAR FRÉ TTIR RétttrúnaSar kirkjan hefur ekki stofnað til almenns kirkjuþings síðan í Nikeu 787. Nú er hafinn undirhúningur slíkrar samkundu í Alexandríu um áramótin 1972—73. Gera menn sér vonir um að þetta reynist mikil- vægur stórviðhurður eins og Vatikanþingið II hér um árið, sem Jóhannes páfi 23. kallaði saman. Þegar í hyrjun þessarar aldar var því lireyft af patríarkinum í Kons- tantínópel að kveðja saman allsherjarþing rétttrúnaðarmanna, þótt ekki lutfi orðið af því fyrr. Fjórar undirhúningsnefndir eru setztar á rökstóla og gert er ráð fyrir að ýinis mál varðandi trúfræði, helgisiði og kirkjurétt verði á dagskrá. Einn- ig þjóðfélagsmál. Píslarleikirnir heimsfrægu, sem haldnir eru á 10 ára fresti í Olierammer- gau í Austurríki standa nú yfir. Þeir stafa frá dögum pestarinnar sein herjaði 1633. Var til þeirra stofnað sem óheits. Nú er mikið rætt um að lneyta lexta leikjanna. Gera hann sannsögulegri og meira við liæfi nu- tíðarfólks. Kemst ef til vill í kring 1980. Gífurlegur fjöldi fólks sækir leikina í ár sem áður. Verða þúsundir frá að hverfa sakir skorts á gisti- rými og takmörkun áhorfendasvæðisins. AkveSiS hejur veriS aS taka 40 Englendinga og Walesbúa í dýrlingatölu■ Voru menn þessir uppi á 16. öld er hörð harátta stóð milli kaþólskra og inótmælenda á Bretlandi, og inargir létu lífið vegna trúarskoðanna sinna. Erkiliiskuparnir í Kantarahorg, York og Wales hafa gefið út ávarp þat sem þeir telja, að á þessum tímum, þegar eining kirkjunnar er mjög 11 dagskrá, væri annað þarfara en að rifja upp þessar væringar. Charles Keating, formaður stjórnskipaðrar rannsóknarnefndar varðandi klámrita- og klámmyndaútgáfu í Bandaríkjunum, hélt því fram á fundi i Lundúnum fyrir skömmu, að á ári hverju væri varið ógrynni fjár t'l þessarar iðju í landi hans. Kvað hann þjóð sína hafa heimsmet ó þessii sviði. Hann sagði að of miklu fé væri eytt til rannsókna á skaðsemi þess- arar sölumennsku, því að hún væri fyrir löngu vituð. Ætti að leggj8 meiri áherzlu á löggjöf og aðgerðir í þá áttina að hafa liemil á og draga úr ósómanum. KIRKJURITIÐ 36. árg. — 7. hefti — júlí 1970 Tímarit gefið út af Prestafélagi íslands. Kemur út 10 sinnum á ári. Verð kr. 200 árO' Ritsjóri: Gunnar Árnason. Ritnefnd: Bjarni Sigurðsson, Pétur Sigurgeirsson, Sigurður Kristjánsson. Afgreiðslu annast Ragnhildur ísaksdóttir, Dvergabakka 3 Sími 17601. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.