Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 18

Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 18
skolan. Hann var gamall skóli. Afi minn, föðurfaðir, hafði gengið í hann. — Var hann líka málari? — Nei, nei, hann var doktor í jarðfrœði. En hann teiknaði og litaði mjög mikið. Ég á hér koparpening, einhvers staðar, sem hann hafði fengið fyrir málun, verðlaunapening. — Svo að þetta gengur í œttir? segir séra Arngrímur og svarar síðan sjálfum sér: Já, auðvitað gengur það í œttir. Ég spyr, hvort Gréta hafi ekki stundað myndskreytingar kirkna eitthvað að ráði í Svíþjóð, áður en hún fluttist út til íslands, en hún gerir lítið úr því, segist hafa farið svo að segja af skólabekknum hing- að. Þó hafði hún verið ráðin til að mála sœnska sjómannakirkju í Pól- landi, en veikindi móður hennar ollu því, að hún fór aldrei þangað. Hins vegar vann hún með Mánson, kennara sínum, og fyrir hann að við- gerðum á loftskreytingum. — Svo var þetta ekkert sem hét, fyrr en við fengum að mála kirkjuna í Hafnarfirði, segir hún. — Það var fyrsta sjálfstœða verk- efnið? Og hvenœr var það? — Ja, ég er með það hérna í bók hjá mér. Það er líklega betra að gá, anzar hún og vindur sér frá til að finna bókina. Bundinn af litum og táknum Á meðan hún er í burtu, er Jón spurður, hvort leiðir þeirra hjóna hafi fyrst legið saman á skólanum þar í Stokkhólmi, og játar hann því, segir, að þau hafi verið þar saman í tvo vetur. Gréta hafði þó verið einn vetur á skólanum, þegar hann kom þar fyrst. Mánson var kennari þeirra beggja, enda var hann í senn listmálari og málarameistari. Það kemur í Ijós, að Hafnarfjarðar- kirkja hefur verið máluð 1933. Síðan fregnum við lítið eitt meirö um uppvöxt frú Grétu. Hún er fœdd rétt utan við Stokkhólm, en nokkur bernskuár sín, fram að tíu ára aldri var hún í Danmörku og þykist hafa haft mjög gott af því, segir hún. Þar byrjaði hún barnaskólanám. Ég gerist svo djarfur að spyrja, hvort nokkur sérstök trúarleg áhrif hafi verið bundin við það, að hún fór að gefa sig að kirkjulist. — Það held ég ekki, anzar hún- — Það er þá fyrst og fremst list- in? — Já — og svo held ég, að þetta hafi orðið svo heillandi og skemmti- legt vegna þess, að svœðið verður svo takmarkað, sem listamaðurinn verður að hreyfa sig á. Það gera „symbólin". Hann er bundinn bœði af táknum og litum. — Já, það setur náttúrlega skorð- ur og leiðir áfram, segir séra Arn- grímur. — Og eins er það einnig, þegaf verkefnið er eitthvað viðameira, þa verður málarinn bókstaflega að lesa sér til í testamentunum. Það hefur ekki komið fram á mér — Jón, þú ert runninn úr íslenzk- um jarðvegi, vitanlega allt annars konar? 16

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.