Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1971, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.06.1971, Blaðsíða 18
skolan. Hann var gamall skóli. Afi minn, föðurfaðir, hafði gengið í hann. — Var hann líka málari? — Nei, nei, hann var doktor í jarðfrœði. En hann teiknaði og litaði mjög mikið. Ég á hér koparpening, einhvers staðar, sem hann hafði fengið fyrir málun, verðlaunapening. — Svo að þetta gengur í œttir? segir séra Arngrímur og svarar síðan sjálfum sér: Já, auðvitað gengur það í œttir. Ég spyr, hvort Gréta hafi ekki stundað myndskreytingar kirkna eitthvað að ráði í Svíþjóð, áður en hún fluttist út til íslands, en hún gerir lítið úr því, segist hafa farið svo að segja af skólabekknum hing- að. Þó hafði hún verið ráðin til að mála sœnska sjómannakirkju í Pól- landi, en veikindi móður hennar ollu því, að hún fór aldrei þangað. Hins vegar vann hún með Mánson, kennara sínum, og fyrir hann að við- gerðum á loftskreytingum. — Svo var þetta ekkert sem hét, fyrr en við fengum að mála kirkjuna í Hafnarfirði, segir hún. — Það var fyrsta sjálfstœða verk- efnið? Og hvenœr var það? — Ja, ég er með það hérna í bók hjá mér. Það er líklega betra að gá, anzar hún og vindur sér frá til að finna bókina. Bundinn af litum og táknum Á meðan hún er í burtu, er Jón spurður, hvort leiðir þeirra hjóna hafi fyrst legið saman á skólanum þar í Stokkhólmi, og játar hann því, segir, að þau hafi verið þar saman í tvo vetur. Gréta hafði þó verið einn vetur á skólanum, þegar hann kom þar fyrst. Mánson var kennari þeirra beggja, enda var hann í senn listmálari og málarameistari. Það kemur í Ijós, að Hafnarfjarðar- kirkja hefur verið máluð 1933. Síðan fregnum við lítið eitt meirö um uppvöxt frú Grétu. Hún er fœdd rétt utan við Stokkhólm, en nokkur bernskuár sín, fram að tíu ára aldri var hún í Danmörku og þykist hafa haft mjög gott af því, segir hún. Þar byrjaði hún barnaskólanám. Ég gerist svo djarfur að spyrja, hvort nokkur sérstök trúarleg áhrif hafi verið bundin við það, að hún fór að gefa sig að kirkjulist. — Það held ég ekki, anzar hún- — Það er þá fyrst og fremst list- in? — Já — og svo held ég, að þetta hafi orðið svo heillandi og skemmti- legt vegna þess, að svœðið verður svo takmarkað, sem listamaðurinn verður að hreyfa sig á. Það gera „symbólin". Hann er bundinn bœði af táknum og litum. — Já, það setur náttúrlega skorð- ur og leiðir áfram, segir séra Arn- grímur. — Og eins er það einnig, þegaf verkefnið er eitthvað viðameira, þa verður málarinn bókstaflega að lesa sér til í testamentunum. Það hefur ekki komið fram á mér — Jón, þú ert runninn úr íslenzk- um jarðvegi, vitanlega allt annars konar? 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.