Kirkjuritið - 01.06.1971, Page 40

Kirkjuritið - 01.06.1971, Page 40
Sr. JÓNAS GÍSLASON: Fæðingarár Gizurar biskups Einarssonar Um fœðingarár Gizurar biskups Ein- arssonar er ekki vitað með fullri vissu. Aðal heimild um œsku- og uppvaxtarár hans er ritgjörð síra Jóns Gissurarsonar. Þar er fœðingar- ár hans ekki nefnt, en þess er óbeint getið. í Biskupasögum síra Jóns Halldórssonar er einnig getið um aldur Gizurar, þótt fátt sé þar að öðru leyti sagt um uppvöxt hans. Af öðrum heimildum er ekkert hœgt að segja um aldur Gizurar Einarssonar nema það eitt, sem byggt er á frá- sögnum þessara tveggja heimilda. Ég vil nú gjöra nánari grein fyrir þessum tveimur heimildum og reyna að meta sanngildi þeirra. II. Síra Jón Gissurarson segir, að Gizur komi í Skálholt til Ögmundar biskups sextán vetra og „það vor kom hann honum í skip á liðnu sumri, og í skóla í Hamborg". í Ham- borg er Gizur síðan þrjú ár við nám samkvœmt sömu heimild. Nú eru til tvö bréf, sem Gizur ritaði Ögmundi biskupi frá Hamborg. Annað bréfið er ódagsett, en hitt er dagsett 15. marz 1532. Almennt hafa frœðimetif1 hallazt að því, að bréf þessi séu nf' uð fyrsta vetur Gizurar í Hamboi"ð og hann hafi því farið utan vori^ 1531, 16 vetra að aldri. Eftir því er hann fœddur 1515. Þessi niðurstað0 er studd á öðrum stað í sömu hein1' ild. Þar segir að Gizur sé „komir|,1 til Skálholts stiktis stjórnar, þá hanr var 25 ára að aldri". Ritgjörðin segir réttilega, að Gizur hafi komið út ári^ 1540. Þá bar að sama brunni uf11 fœðingarár hans, 1515. Augljóst virðist, að aldur Gizurör í ritgjörð síra Jóns Gissurarsonör byggist að verulegu leyti á því, bréf Gizurar til Ögmundar biskup5 sé réttilega ársett 1532 og ritö^ fyrsta vetur hans í Hamborg. Nánör verður að því vikið síðar. Eitt atriði í frásögn síra Jarl5 Gissurarsonar kemur undarlega fyr'r sjónir. Hann segir: „. . . þá hann (Ögmundur) gjörðist gamall, vö^ hann sjónlaus, tók til að hugsa urT1 sinn vanmátt, en af því að Giz°r Einarsson hafði atgjörvis hugvit °9 persónulega prýði yfir aðra, sem v°rU þar uppvaxtarmenn, ritaði biskup Ögmund bréf til abbadísar Halldóru' 38

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.