Kirkjuritið - 01.06.1971, Qupperneq 74
unnar út í horn. Þetta er
nýtt ástand. Kirkjan hefir á umliðnum
öldum verið bakhjall vestrœnnar
menningar. Kirkjuganga var skylda.
Góður predikari var vinsœll. Hann
gat verið „spennandi". Fólk hópaðist
til eftirlœtis predikara. Myndir af
þeim voru seldar á póstkortum eins
og af kvikmyndastjörnu. Hvernig er
svo komið, þegar eina skyldan er
innri skylda, sem býr í hjörtum hinna
trúuðu? Hvað um það, þegar kirkj-
an hefir misst stöðu sína og er sums
staðar talin til hindrunar? Hvað um
það, þegar maður, sem rœkir kirkju
sína er talinn furðufugl í þjóðfélag-
inu. Mun predikunin verða talin eins
mikilvœg og áður I slíku þjóðfélagi?
Víst mun hinn fámenni nútíma söfn-
uður hinna trúuðu vera þakklátur
fyrir hvetjandi predikara, en hann
mun einnig vera talinn slíkur mun-
aður, sem ekki er hœgt að vœnta
né krefjast. Þannig verður eftirspurn
eftir predikun minni. Þegar eftirspurn
minnkar, þá minnkar og framboðið.
Þegar hvortveggja þetta minnkar, hve
vannœrð verður þá kirkjan ekki á
einu saman brauði og vatni?
Vera má, að þessi stöðumissir
kirkjunnar sé kostur að einu leyti.
Það, að henni hefir verið skákað út
í horn, veitir þeim prestum tcekifœri
til að iðrast, sem iðkað hafa smá-
smugulegt stœrilœti, sem tröllriðið
hefir of mörgum of lengi. Vera má
að þetta sé tœkifœri nýrrar byrjunar,
þeirrar, sem felst í þeim fúsleika að
byrja á lœgsta þrepi í námunda við
það, sem Jesús tók sér stöðu á. Hann
var lagður í jötu, háskóli hans var
þorp og trésmíði var atvinnugrein
hans. E. t. v. fœst presturinn til flð
taka til endurskoðunar, hvað hann 1
rauninni sé, því að nú vantar hann
sjálfsöryggi. Með þetta í huga verðuí
að fyrirgefa þeim, sem andstœður eO
þegar hann segir: „Tíminn er enn
ekki kominn". Að því leyti, sem hann
sér ekki endurnýjun í útlegðinni, þ. e'
kirkjan er hornreka, þá sér hann þ°
útlegðina, og að hans mati er þflð
verðskulduð útlegð.
í veröld nútímans er algengast flð
skoða prestinn sem „utangarðsmann
og framandi". Samt er enn rúm fyr'r
hann sem „umferðasala hátíða'
brigða" (Þýzkaland) eða ef svo verð-
ur að vera „aðstoðargrafara" (Frakk'
land), en hann getur varla talizt sam'
eiginlegur vinur lengur. Vilji hann
verða það, verður hann að fara „að
hegða sér eins og venjulegur mað'
ur" (act normally), Er hœgt að búasf
við því, að menn vilji hlýða á slíkan
mann, þegar hann predikar? Honum
er ekki mótmœlt. Hann er ekki °f'
sóttur, heldur umbera menn hann, e°
taka hann ekki alvarlega. Vera ma<
að það, sem verður að horfast í auga
við sé það, hvort örlög þjónustunnar
við Orðið séu algjörlega bundin við
hina hefðbundnu kirkju — eða mua
Orðið endurskapa kirkjuna? Er Orðið
skapandi? Þannig sjáum við predik'
unina í alvarlegri aðstöðu, sem tak'
ast verður á við. Hún er umkring^
sterkri stauragirðingu hindrana.
Enn er eitt dœmi nútímans, sem er
andsnúið predikuninni bœði formi °9
efni. Nútímamaður er
þreyttur á orðum. ÞaU
flœða daglega og óaflátanlega úr ut-
varpi og sjónvarpi. Flœða fram a
72