Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 5

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 5
I GATTUM Nokkrar umræður hafa orðið að undanförnu um stefnu Kirkju- rits, einkum meðal presta, og sýnist líklega sitt hverjum. Það er fagnaðarefni, því að rit um kirkjumál, er öllum væri að skapi, Qseti naumast verið mikils vert. Annars er stefna rits einungis stefna þeirra, er rita í það. Ritstjóri og ábyrgðarmaður hefur þó að jafnaði aðstöðu til þess öðrum fremur að hafa nokkur áhrif á, hvert efni birtist í riti. Ekkert launungamál er það, að undirrit- aður vissi vel, hvað honum lá helzt á hjarta, er hann hóf starf v'ð Kirkjurit. Skal þar fyrst nefna kristniboð, er lítt eða varla hafði verið sinnt í ritinu áður. Hið sama má segja um annað það kristið starf, sem leikmenn hafa einkum unnið hér á landi. Það var og er sannfæring hans, að kirkjurit, sem einkum fjalli um Presta, predikun þeirra og starf, sé óæskilegt nema það sé þá ^stlað prestum einum. Að öðrum kosti hlýtur það að standa kristnilífi fyrir þrifum. Það var og von, að ritið gæti í ríkara mæli tlutt prestum og öðrum áhugamönnum vandaðar og áhugaverð- er guðfræðibókmenntir jafnframt því, að þar yrði bókaspjall af °ðru tagi. Þar eru vonbrigðin mest. Raunin er sú, að slíku verður ekki sinnt að neinu gagni án nokkurra fjármuna. Og þeir eru engir í handraða. Efst og fremst var þó sú bæn í huga að þjóna mætti orði Jesú Krists, fagnaðarerindi Biblíunnar, af trúmennsku. Guð og menn eru beðnir að virða til vorkunnar það, sem miður hefur tekizt. ^ý ritnefnd, kosin af stjórn Prestafélags islands, tekur til starfa rneð fyrsta hefti ársins 1976. Þeim, er nú hverfa úr ritnefnd, er Þskkað það, er þeir lögðu af mörkum, og beðið blessunar. Og Þó er ritstjóri í mestri þakkarskuld við þann, er áfram situr, síra Arngrím Jónsson. Hinir séu og velkomnir til starfa, sem nýir eru. ^erði Guð með þeim í verki. G. Ól. Ól. 243

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.