Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 47

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 47
sæti í stjórnskipaðri kirkjumálanefnd 1929—1930 og í sýslunefnd Stranda- sýslu 1929—1938 og 1943—1948. Síra Jón Guðnason var ávallt mik- 'II félagshyggju- og samvinnumaður. Sem kjörinn fulltrúi Framsóknarflokks- ins í aukakosningu í Dalasýslu sat hann Alþingi 1927. Tók hann þar all- mikinn þátt í umræðum og lét einkum til sín taka menntamál og samgöngu- mál. Árið 1921, 21. október, kvæntist síra Jón Guðlaugu Bjartmarsdóttur bónda á Neðri-Brunná í Saurbæ. Var hún myndar- og atgerviskona, sem stóð örugg og traust við hlið manns síns uns yfir lauk. Eignuðust þau sjö mann- vænleg börn, er upp komust. Reynd- ust þau öll foreldrum sínum ómetan- leQur styrkur, þegar elli og hrörnun lók að sækja þau heim. Um nánari ^ynni af börnum þeirra vísast tii Prestatalsins frá 1957. Síra Jón Guðnason var um margt e|nn af svipmestu þjónum íslensku Þjóðkirkjunnar á þessari öld. Á langri ævi var hann allt í senn, prestur, kenn- ari og fræðimaður. Sem prestur var hann vel metinn sem hógvær og hugs- andi ræðumaður, ástúðlegur og inni- le9ur í allri raun. Trú hans á framlífið °9 æðri völd var örugg, hrein og heit. J~'ann trúði á Frelsarann Jesúm Krist, inn bjarta boðskap hans eins og hann 'rtist í ræðum og dæmisögum Nýja- estamentisins. Allt líf hans og Ijúf- mannleg framkoma bar þeirri trú °r®kt vitni. Það var því ekki að ófyrir- synju að fyrrverandi sóknarbörn og a rir kvöddu hann til prestverka langt ram á áttræðisaldur. Sem kennari var síra Jón vel þekkt- ur og vel virtur. Sérstakan áhuga hafði hann á íslenskri tungu og kunni á henni glögg skil. Heyröi ég suma nem- endur hans lofa mjög kennslu hans í þeirri grein. Af flestum munu ritstörfin og fræði- mennskan talin bera hæst í löngu lífi og starfi síra Jóns Guðnasonar. Hann var fróðleiksgjarn og minnugur svo að af bar. Snemma lagði hann stund á þjóðlegan fróðleik, mannfræði og ætt- fræði. Áhugi hans á þeim efnum réð þeirri ákvörðun hans að láta af prest- skap og kennslustörfum og taka við starfi í Þjóðskjalasafninu í Reykjavík. Jafnframt mikilli skylduvinnu í þágu safnsins afkastaði hann í frístundum sínum geysimiklu fræðistarfi. Hann samdi viðamikil rit um æviatriði Dala- manna og Strandamanna. Frá hans hendi komu einnig út safnrit með ævi- skrám margra merkra íslendinga bæði lífs og liðinna. Hann sá um útgáfu nokkurra rita annarra höfunda um mannfræði og annan þjóðlegan fróð- leik. Að þessum hugðarefnum sínum vann hann langt fram á elliár, en gat ekki sinnt þeim eins og hugurinn girnt- ist síðustu æviárin vegna sjóndepru, er ágerðist í blindu. Árið 1948 gengum við síra Jón í Félag fyrrverandi sóknarpresta í Reykjavík. Frá þeim tíma þróaðist með okkur vinátta, sem entist meðan leiðir lágu saman. Síra Jón varð strax mikilhæfur og mikilvirkur þátttakandi í þessum félagsskap okkar eldri prest- anna. Þar sátum við saman í stjórn um hart nær 20 ára skeið. Og þar vann hann af þeirri frábæru árvekni 285

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.