Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 73

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 73
auðmýkt frammi fyrir þessum ókunna manni, sem er barn Guðs og bróðir Jesú Krists, kallaður og elskaður af Guði og umvafinn krafti hins guðdóm- lega kærleika. Vér vitum það allir (og hver sá, sem afneitaði því, væri þá eins og janseniskur villumaður, sem drægi i efa ótakmarkaðan hjálpræðisvilja Guðs), að hver einasti maður, sem er á pílagrímsgöngu þessa lífs, er kallað- ur til frelsunar, elskaður af Guði og umvafinn náð Krists, jafnvel þótt hann hafi ekki ennþá af frjálsum vilja veitt oáðinni viðtöku. Vér vitum, að þegar allt kemur til alls getum vér ekki dæmt nokkurn mann, að vér getum ekki sagt um neinn með fullkominni vissu, aö hann lifi í náð Guðs, og á sama hátt getum vér ekki sagt um neinn, aö hann hafi glatað Guðs náð. Og eins °9 vér með öruggu trausti á Guð vorn hljótum að vonast eftir hinni misk- unnarfullu náð hans oss til handa, þannig höfum vér þá sömu skyldu til vonar fyrir sérhvern náunga vorn, þar sem oss ber að elska náungann eins °9 sjálfa oss. Vér vitum og, að í hverj- Ura manni eru örlög hans að mótast °9 ná fullþroska sínum í gegnum allt amstur daglegs lífs og mannlegs hversdagsleika. Vér vitum allt þetta. ^er höfum aldrei þurft að deila um Það. En vér lifum það ekki í lífi voru. Þessi óendanlegi heiður, þessi óafmá- anlega vegsemd, sú staðreynd, að hver e'nasti maður er eitthvað óendanlega ríle'ra heldur en maður, verður áfram að mestu leyti aðeins grunnrist sunnu- dagaspeki, eitthvað sem vér deilum ekki um í orði, vegna þess að það skaðar oss ekkert og aftrar oss ekki frá því að halda fast við daglegar lífs- reglur vorar og viðhorf í heimi hvers- dagsins. En hugsum oss nú, að vér beinum vorum ,,heilbrigðu“, hvers- dagsbundnu sjónum að þessum ná- unga vorum og sjáum eins og í gegn- um alla hans líkamlegu hrörnun, gegn- um huliðstjald hvatalífs hans og tak- markana, sálarástands hans að því leyti sem það ákvarðast af líkamleg- um skilyrðum. Hugsum oss, að augu vor sæju jafnvel í gegnum allt það, sem þessi maður hugsar og þráir fyrir sjálfan sig, gegnum alla hans sjálfs- túlkun, sem aldrei getur sagt allan sannleikann um manninn; að þau sæju í gegnum allt það, sem örlögin hafa til leiðar komið í slíku mannslífi, með erfðum, uppeldi og umhverfisáhrifum, í duldum kvillum og sálsýkishneigðum — og jafnvel í gegnum hans raunveru- legu, hróplegu sekt, þar sem hún er heldur ekki allur sannleikurinn um hann; einnig hún er (sem Páll segir) umföðmuð og umlukt hinni miklu og máttugu miskunnsemi Guðs. Hugsum oss, að augu vor, sjáandi gegnum allt þetta, leituðu nú og fyndu það, sem er virkilegast og frumlsegast í þessum manni: Guð, í kærleika sínum og misk- unn, sem hefur veitt þessari persónu eilífa vegsemd og býður sig honum sjálfur, án eftirsjár, af óskiljanlegu ör- læti hinnar guðdómlegu heimsku kær- leikans. Hugsum oss, að vér sæjum hann á þennan hátt, ekki á einhverri hátíðlegri helgistundu, heldur þá, er þessi maður stendur andspænis oss með tómlegu, starandi augnatilliti í algjöru viðtökuleysi og vesæld sinni, á þeirri stundu þegar hann rís upp 311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.