Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 25
að einbeita okkur meira að því að ná til stúdenta, sem ekki eru í félaginu. Við munum hafa bókaborð á góðum stað og bjóða bækur, og við munum, sem einstaklingar, en ekki félag, bjóða tveim og þrem stúdentum að taka þátt í biblíulestrum með jafn mörgum úr félaginu. Þar verða lesnir nokkrir kafl- ar úr Jóhannesarguðspjalli í byrjun og síðan eitthvað fleira, ef gestirnir kjósa að halda áfram. Gróskan mest í Danmörku — Það kom fram í fjölmiðlum, að mót- ið í sumar hefði verið fjölmennasta kristilegt stúdentamót, sem haldið hefði verið á Norðurlöndum. Er það tákn þess, að kristilegar stúdenta- hreyfingará Norðurlöndum séu í vexti? — Já, þær hafa vaxið jafnt og þétt að undan förnu. Það kemur e. t. v. rciörgum á óvart, vegna þess að margt misjafnt fréttist frá Danmörku, að þar or gróskan nú einna mest. Á síðustu árum hafa fjármunir, sem varið er til starfsins þar í landi, vaxið um helming á ári, og starfsmönnum hefur fjölgað 1 sama hlutfalli. Launaðir starfsmenn kristilegu stúdentahreyfingarinnar í Danmörku eru nú sextán. — Voru einn eða tveir fyrir fjórum árum, bætir Gísli við. Og er þetta þá vegna fjölgunar virkra þátttakenda? spyr síra Arn- grímur. — Já, anzar síra Jón. Kvíarnar hafa verið færðar út. Þeim, sem styrkja starfið, hefur fjölgað mjög. Lögð er ^ikil áherzla á starf í menntaskólum °9 háskólum, og það hefur komið fyrir, að heilir bekkir úr menntaskóla hafi komið eftir herferð starfsmanna danska stúdentafélagsins og farið að sækja fundi og samkomur á vegum þess. — Þar er sem sagt ótrúlega mikil gróska. — Nú, en svo mun vera víðar? — Já, í Noregi er vöxturinn mikill. Norðmenn segja, að s. I. tvö ár hafi verið mjög blessunarrík fyrir þetta starf. — Er það þá fjarstæða, sem aðeins hefur bólað á í fjölmiðlum hér heima, að þessi fjölmenni hópur hafi ekki síður komið til að skoða landið en til að heyra orð Guðs? — Þessi mikla þátttaka gefur alls ekki ranga mynd af stúdentahreyf- ingunni á Norðurlöndum. Hins vegar voru þeir að sjálfsögðu margir, sem sáu sér leik á borði í sumar að sam- eina áhuga sinn á íslandi og löngun sína til að fara á kristilegt stúdenta- mót. Ég hygg, að mjög fáir hafi komið til mótsins einungis til að skemmta sér við ferðalög. Það sást t. d. vel á því, hve biblíulestrar voru sóttir á morgn- ana og eins samkomurnar á kvöldin. — Hafið þið hugmynd um, hve margt fólk sótti samkomurnar í Laug- ardalshöll? — Húsvörðurinn sagði, anzar Gísli, að um 2500 manns mundu hafa verið á kvöldsamkomunum. Á morgnana var eitthvað færra, sennilega um 2000 manns. — Þær tölur benda til þess, að stór hópur íslendinga hafi sótt samkom- urnar, auk þeirra, sem voru þátttak- endur. — Um þúsund manns hafa sótt sam- 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.