Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 25

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 25
að einbeita okkur meira að því að ná til stúdenta, sem ekki eru í félaginu. Við munum hafa bókaborð á góðum stað og bjóða bækur, og við munum, sem einstaklingar, en ekki félag, bjóða tveim og þrem stúdentum að taka þátt í biblíulestrum með jafn mörgum úr félaginu. Þar verða lesnir nokkrir kafl- ar úr Jóhannesarguðspjalli í byrjun og síðan eitthvað fleira, ef gestirnir kjósa að halda áfram. Gróskan mest í Danmörku — Það kom fram í fjölmiðlum, að mót- ið í sumar hefði verið fjölmennasta kristilegt stúdentamót, sem haldið hefði verið á Norðurlöndum. Er það tákn þess, að kristilegar stúdenta- hreyfingará Norðurlöndum séu í vexti? — Já, þær hafa vaxið jafnt og þétt að undan förnu. Það kemur e. t. v. rciörgum á óvart, vegna þess að margt misjafnt fréttist frá Danmörku, að þar or gróskan nú einna mest. Á síðustu árum hafa fjármunir, sem varið er til starfsins þar í landi, vaxið um helming á ári, og starfsmönnum hefur fjölgað 1 sama hlutfalli. Launaðir starfsmenn kristilegu stúdentahreyfingarinnar í Danmörku eru nú sextán. — Voru einn eða tveir fyrir fjórum árum, bætir Gísli við. Og er þetta þá vegna fjölgunar virkra þátttakenda? spyr síra Arn- grímur. — Já, anzar síra Jón. Kvíarnar hafa verið færðar út. Þeim, sem styrkja starfið, hefur fjölgað mjög. Lögð er ^ikil áherzla á starf í menntaskólum °9 háskólum, og það hefur komið fyrir, að heilir bekkir úr menntaskóla hafi komið eftir herferð starfsmanna danska stúdentafélagsins og farið að sækja fundi og samkomur á vegum þess. — Þar er sem sagt ótrúlega mikil gróska. — Nú, en svo mun vera víðar? — Já, í Noregi er vöxturinn mikill. Norðmenn segja, að s. I. tvö ár hafi verið mjög blessunarrík fyrir þetta starf. — Er það þá fjarstæða, sem aðeins hefur bólað á í fjölmiðlum hér heima, að þessi fjölmenni hópur hafi ekki síður komið til að skoða landið en til að heyra orð Guðs? — Þessi mikla þátttaka gefur alls ekki ranga mynd af stúdentahreyf- ingunni á Norðurlöndum. Hins vegar voru þeir að sjálfsögðu margir, sem sáu sér leik á borði í sumar að sam- eina áhuga sinn á íslandi og löngun sína til að fara á kristilegt stúdenta- mót. Ég hygg, að mjög fáir hafi komið til mótsins einungis til að skemmta sér við ferðalög. Það sást t. d. vel á því, hve biblíulestrar voru sóttir á morgn- ana og eins samkomurnar á kvöldin. — Hafið þið hugmynd um, hve margt fólk sótti samkomurnar í Laug- ardalshöll? — Húsvörðurinn sagði, anzar Gísli, að um 2500 manns mundu hafa verið á kvöldsamkomunum. Á morgnana var eitthvað færra, sennilega um 2000 manns. — Þær tölur benda til þess, að stór hópur íslendinga hafi sótt samkom- urnar, auk þeirra, sem voru þátttak- endur. — Um þúsund manns hafa sótt sam- 263

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.