Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 54

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 54
aSför að bæn Drottins, „Faðir vor“, og kvöldmáltfðinni fyrir fám árum. Hvaðan kom henni sá fjandskapur og hvaðan voru rökin? Guðmundur Daní- elsson dró upp úr pússi sínu ritgerð um Helgakver, sennilega gamla, og birti í Suðurlandi í fyrra. Trúlega hefur einhverjum þótt hún nýtileg á kenn- araskólaárum hans. Hann virðist trúa því, að þetta hafi sprottið af frjálsri hugsun hans sjálfs, en það er allt fullt af aldamótakreddum, afsprengi tízku- fyrirbæris í guðfræði og húmanískum fræðum, — þess vegna úrelt fyrir löngu. Slík dæmi af fólki, sem allmikið lætur að sér kveða í fjölmiðlum og á ritvelli, benda ekki ótvírætt til þess, að kristinn dómur eða þekking á kristnum fræðum sé á marga fiska með is- lendingum um þessar mundir. G. Ól. Ól. Leiðrétting um guðfræðiráðstefnu i tíðindadálkum 3. heftis Kirkjurits var lítillega sagt frá guðfræði- ráðstefnu, sem haldin var í Lýðháskólanum í Skálholti s. I. sum- ar. Voru þar taldir upp þeir, er flutt hefðu fyrirlestra. Af vangá hefur þó með öllu gleymzt að geta eins fyrirlesarans, dr. Björns Björnssonar, prófessors. Er hann sjálfur, aðstandendur nám- skeiðisins og lesendur allir beðnir mikillar velvirðingar á þessu. Dr. Björn fjallaði um holdtekju orðsins og siðfræði í erindi sínu, og gerði hann þar grein fyrir ýmsum þeim kenningum, sem uppi eru meðal siðfræðinga samtímans. Þá tók hann og mjög virkan þátt í ráðstefnunni að öðru leyti sem og aðrir fyrirlesarar. 292

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.