Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 65
Ekki hafði hún fyrr gjört þetta en hún
var tekin fyrir í skólanum. Hún þoldi
skammir, háð og niðurlægingu af
hendi skólastýrunnar og barna, sem
voru á hennar bandi og svo fór, að hún
Þoldi ekki við, niðurlægð og svívirt
°9 svifti sig lífi.
Foreldrar, sem látið hafa börn sín
sækja þessa trúarfræðslu, hafa goldið
Þessa í hlutdrægni eða missi vinnu og
sumar námsbrautir eru lokaðar kristn-
um börnum. Það er greinilegt nú, að
börnum fækkar stórlega, sem sækja
trúfræðslu og í sumum prestaköllum
er alls engin trúfræðsla af þessu tagi.
Þá eru og reglur settar til höfuðs
fullorðnu kristnu fólki. Dæmi um það
er- að enginn kristin maður fær að
starfa að heilbrigðisþjónustu. í öllum
stvinnugreinum eru laun greidd í sam-
ræmi við anda Marx—Leninhugmynda-
fræðinnar (Ferðamaður tekur sérstak-
le9a eftir hinum heimsþekktu slag-
or3um kommúnista á öllum opinber-
Urn byggingum. Þessi slagorð eru
ruiklu fleiri og öfgafyllri en í Sovét-
rikjunum).
Hindrun ríkisvaldsins
Alvarlegasta hindrun ríkisvaldsins, sem
kirkjan á við að etja, er takmörkun
stúdenta í prestaskólana. Sérhver um-
s°kn er vandlega könnuð af fulltrúum
rikisvaldsins. Þeir stúdentar, sem tald-
ir eru dugmiklir eða gáfaðir, fá alls
0kki að setjast í prestaskólana og um-
s°kn þeirra hafnað. Kirkjan fær ekki
velja nemendur í prestaskólana.
®|r> sem svo fá að setjast í presta-
ag° a?a sæta Þvingunum, sem beinast
því að draga úr þeim kjark og ein-
angra þá. Þeir fá t. d. ekki að dvelj-
ast með fjölskyldum sínum um jól.
I katólska prestaskólanum í Brati-
slava eru þær reglur settar, að nem-
endur mega ekki umgangast annað
fólk né hafa samneyti við fjölskyldur
sínar. Þeir mega ekki fara út úr skól-
anum nema í hópum. Þeim er bannað
að lesa erlend rit og mega ekki hafa
útvarpstæki í fórum sínum. Jafnvel er
það svo, að sumir þeir, sem Ijúka
námi og taka prestsvígslu fá ekki að
þjóna söfnuðum né inna af hendi
prestsþjónustu.
Haldi þessum afskriftum ríkisvalds-
ins áfram, þá verður það brátt svo
að prestaskortur verður við höfuð-
kirkjur, ef þær fá að vera opnar, hvað
þá hinar. Af þessu sést, að herferð,
ekki lítil, er farin á hendur kirkjunni í
Tékkóslóvakíu.
Margir hafa orðið til þess að sýna
ríkisvaldinu andspyrnu vegna ofsókna
á hendur kristnum mönnum í Tékkó-
slóvakíu. Einn slíkra manna er síra
Alois Tkác, sem er meðlimur stofn-
unar, er nefnist Pacem in Terris og
ríkisvaldið hefir tök á. Síra Tkác sagði
hug sinn á fundi þessarar stofnunar
í lok október 1974 og fordæmdi of-
sóknir ríkisvaldsins á hendur katólsk-
um mönnum. Þessi bersögli prestsins
olli því, að fundurinn var leystur upp
á stundinni. Veit nú enginn hver afdrif
síra Tkác hafa orðið.
Á Vesturlöndum er kunnugt mál
Stephan Trochta, kardinála í Litomer-
ice. Hann dó í Prag í apríl 1974 og
var á sjötugasta aldursári.
í síðari heimsstyrjöldinni höfðu naz-
istar hneppt hann í fangelsi og komst
303