Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 78

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 78
um, aS vér getum aöeins meðtekið þessa gjöf frelsisins frá Kristi oss að skaðlausu, án þess að það verði oss til endanlegrar fyrirdæmingar, ef vér meðtökum það einfaldlega og einvörð- ungu sem endurlausn vora úr þræl- dómnum fyrir Guðs náð. Og enn má bæta við: jafnvel þótt vér séum endurleystir, jafnvel þótt í þeim mönnum, sem eru í Kristi Jesú, þeim sem trúa á hann og elska hann, sé ekkert lengur fyrirdæmingar vert; jafnvel þótt grundvöllur verundar vorr- ar, innsti kjarni hennar, sé fylltur náð og hinum heilaga Anda Guðs, jafnvel þótt það, sem í oss er, geti því ekki lengur gert oss, með ótvíræðan þegnrétt fyrir dómi Guðs, fyrirdæmingar verða, þá er arfur fortíðarinnar þó um leið órækur og óbifanlegur í oss. Eða er girndina kannski ekki lengur í oss að finna? Er það ekki í oss, sem af heiminum er, losti augnanna, holdsins losti og drembilæti lífsins? Erum vér ekki sjúkir, taumlausir, fúsir til að blekkja sjálfa oss, eigingjarnir og raunveru- lega þrælar (þótt í smárri mynd sé) eftirsóknar vorrar í hitt og þetta? Hugsum oss, að einhver kæmi til vor, — hugsum oss, að Guð kæmi til vor og lýsti upp innstu fylgsni hjartna vorra, eigi aðeins með kaldri sálkönn- un geðlæknisins, heldur með sínum ó- tvíræða, algera sannleika hins Eina Þríheilaga. Hugsum oss, að hann ætti að skýrgreina tilhneigingar vorar, við- horf vor og atferlishætti, leyndar hvat- ir vorar, sem eru jafnvel huldar sjálf- um oss; ef hann setti oss fyrir sjónir spegilmynd vora, eins og vér erum, allslausir og naktir, en ekki eins og vér viljum líta út í augum sjálfra vor, — hlytum vér þá ekki að falla til jarð- ar í skelfingu frammi fyrir þessum dómara hjartna vorra og hrópa: „Vík frá mér, Drottinn, því að ég er syndug- ur maður“? Myndi þá ekki náð hans, sem helgar oss, virka á oss eins og eitthvað, sem vér alls ekki erum? Yrð- um vér ekki að segja við hann, niður- brotnir og tárfellandi: „Þetta ert þú, þetta er þinn óskiljanlegi kærleikur, óhóflegt örlæti miskunnar þinnar; en það er ekki ég; ég er sljór og huglaus og lokaður inn í sjálfan mig, ég er óreiðu-samsafn af hvötum og ytri áhrifum, þar sem aldrei er nokkurn tímann unnt að vita, hvað sé <með áreiðanleika frá mér komið, hvað sé aðeins ytri ásýnd, hvað sé raunveru- legt, hvort vesaldómurinn sé hin auð- mjúka dygð, sem I mér er, eða hvort dygðin sé aðeins dulargervi þeirrar eymdar, sem í mér er“? Ættum vér ekki að biðja tárfellandi: ,,Ó, Drottinn, ef þú gerðir augljósa alla rangsleitni, hver gæti þá staðizt það? Fell eigi dóm yfir mér, Drottinn, en hreinsa mig af leyndri synd minni!“? Yrðum vér þá ekki að játa það og viðurkenna, að í eðli voru erum vér ekki svo ólíkir þessum vesælu syndur- um, sem vér vitjum í fangelsunum? Yrðum vér ekki að játa, að það, sem greinir oss frá þeim, er eingöngu su staðreynd, að fomes peccati („tundur syndarinnar", þ. e. efniviður eða sprengiefni hennar; þýð.), sem er í oss á sama hátt og það er í þeim, hefur ekki — vegna kringumstæðna, sem eru ekki oss að þakka, heldur komnar til 316
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.