Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 11
á humanista endurreisnartímabilsins,
og sumir vilja færa hann aftur á vík-
ingaöld.
Þannig hefur honum brugðið fyrir í
Þjóðleikhúsi okkar og í ritum stærri
°g smærri spámanna bókmennta okk-
ar.
En Brynjólfur biskup er einnig hum-
anisti í þeirri merkingu, að hann er
niannvinur.
Hann lét sig varða málefni holds-
veikra og annarra sjúkra og bar fyrir
brjósti uppgjafapresta og prestsekkjur.
Hann gat verið fégrimmur til góðverka,
9estrisinn og veitull með afbrigðum.
Hann hlaut að vera mikill skólamað-
Ur og studdi hann efnilega en fátæka
námsveina.
Hann tók með yfirburða mildi á
Qaldrakukli pilta í Skálholtsskóla. Þar
kom lífsviðhorf hans fram, sem hann
°rðar svipað og nútíma heimspek-
mgar, að horfi menn um of inn í myrkr-
l®> gangi menn því á vald.
Galdratrú var um daga Brynjólfs
9®igvænlegri en við almennt gerum
okkur grein fyrir. Tilmæli berast frá
höfuðklerkinum Páli í Selárdal, að
Prestastefna taki skelegga afstöðu
9egn göldrum, en biskup eyðir málinu.
Það vekur furðu, að Hallgrími Pét-
orssyni virðist ekki berast neinn stuðn-
'n9ur frá voldugum Hólastað.
Það er Brynjólfur í Skálholti, sem
^tur hann og fyrirgefur honum. Þeir
^Uóta að hafa verið náskyldir, and-
le9a, þótt ólíkir væru um margt. Af-
skipti Brynjólfs af Hallgrími Péturs-
syni myndi ein varðveita nafn hans í
^vinlegum frægðarljóma.
Þrátt fyrir viðreisn þá, er fyrr er að
V'kið, voru um þetta leyti siðferðilegir
upplausnartímar. Þrjátíu ára stríðið og
Norðurlandastyrjaldirnar áttu þar hlut
að.
Kristján IV. átti sér að vísu kjörorð-
ið: ,,Regna firmat pietas“, en einhvern
tíma sagði hann um málfræði sína:
„Konungar þurfa ekki að lúta mál-
fræðireglum.“
Eftir höfðinu dönsuðu limirnir í
Danaveldi um þessar mundir. Kon-
ungsvaldið var áleitið. Brynjólfi þiskupi
var bent á hermennina í Kópavogi
1662. Þar munu þó þeir Árni Oddsson
hafa fengið mikilvægar tilslakanir.
Brynjólfur er oft mjúkmáll við þá
Bessastaðamenn í bréfum til þeirra.
En hann hvetur menn að sleppa ekki
landsréttindum að ófyrirsynju.
Hann flýr ekki á náðir Sióra-dóms,
eins og jafnvel Guðbrandur Þorláksson
gerði. Hann virðist um margt sammála
Hallgrími:
„Hirtingar hjálpa ekki
---------.“ (Passíusálmar)
Því má ekki gleyma, að íslenzka kirkj-
an er um þessar mundir, sé miðað við
Danmörku, tiltölulega sjálfstæð stofn-
un og vald biskupa, og þá einkum
Brynjólfs Sveinssonar, meira. Danskir
biskupar voru vikadrengir konungs.
Þar er Brochmann að vísu nokkur
undantekning.
Brynjólfur gerir Henrik Bjelke sér
hliðhollan með hyggindum og lægni.
Sem mest sjálfstæði kirkjunnar er
hugsjón hans. í því skyni gerir hann
prestastefnur að veigamikilli stofnun.
Á fyrstu biskupsárum Brynjólfs var
hér hirðstjóri Pros Mund. Hann var
allharðdrægur konungsfulltrúi. Hann
249