Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 18
Frá aldamótum til stríðsloka Kristileg stúdentamót eru engin nýj- ung á Norðurlöndum. Nokkru fyrir síð- ustu aldamót reis öflug vakningaralda meðal stúdenta á Norðurlöndum og raunar víðar um lönd. Voru þá einnig haldin stúdentamót. í ágúst sumarið 1901 tóku fimm islendingar þátt í nor- rænu, kristilegu stúdentamóti, sem haldið var á Leckö í vatninu Vánern í Svíþjóð. Þeir voru Sigurbjörn Ástvald- ur Gíslason, Jón Brandsson, Jón Þor- valdsson, Ásgeir Ásgeirsson og Friðrik Friðriksson. Voru þeir þá allir orðnir kandidatar í guðfræði, en urðu síðar prestar og kunnir menn. Síra Sigur- björn tók þó ekki prestsvígslu fyrr en á sjötugs aldri sem kunnugt er. Síra Friðrik segir nokkuð frá móti þessu í ævisögu sinni, og má af frásögn hans sitthvað ráða um blæ og boðskap. Þátttakendur voru alls 420. Aldamótaeldurinn tók þó smám sam- an að kólna, þegar frá leið. Mun biblíu- gagnrýni aldamótaguðfræðinga, sem gjarna voru kenndir við frjálslyndi, miklu hafa valdið þar um. Bitnuðu áhrif þeirra að vonum einkum á stúd- entum. Dró þá víða allan þrótt úr kristi- legu stúdentastarfi. Um 1920 rofar fyrir nýrri dagsbrún og þá í Noregi. Þar er þá fram kominn sá maður, er einna einarðastur gekk í berhögg við aldamótaguðfræði á Norðurlöndum, Ole Hallesby, prófess- or. Sumarið 1921 er haldið kristilegt mót stúdenta og menntaskólanema í Haugetun í Noregi. Eru þátttakendur aðeins um 60. Tvö næstu sumur er einnig efnt til móta á sama stað og fer þátttaka mjög vaxandi. Nokkrir tug- ir sænskra og danskra stúdenta sækja mótin. Sumarið 1924 er svo efnt til norræns, kristilegs stúdentamóts í Svíþjóð. Má þá heita, að risin sé ný vakningaralda með stúdentum á Norð- urlöndum. Rís sú alda hvað hæst á árunum rétt fyrir upphaf síðari heims- styrjaldar og fyrstu ár eftir styrjöldina. Þá urðu þátttakendur í sumum mótum þúsund. Um sömu mundir urðu tengsl norrænu stúdentahreyfingarinnar við hliðstæðar hreyfingar víðar um lönd meiri og betri. All stór hópur stúdenta og menntaskólanema frá Norðurlönd- um tók t. d. þátt í kristilegu stúdenta- móti í Cambridge á Englandi sumarið 1939, þegar stríðið var á næsta leiti- íslenzkir frumherjar Sá islendingur, er einna fyrstur komst í kynni við hina nýju stúdentahreyf- ingu í Noregi, mun vera Jóhann Hann- esson, prófessor. Hann stundaði nám á kristniboðsskóla Norska Kristniboðs- félagsins í Stavanger á árunum 1930— 1934. Mun hann og einna fyrstur hafa orðað að stofna þyrfti kristilegt félag stúdenta hér á landi. Haustið 1933 fór annar íslendingur utan til framhalds- náms við Menighedsfakultetet í Osló- Það var jafnaldri Jóhanns Hannesson- ar, Valgeir Skagfjörð, nýbakaður kandidat í guðfræði frá Háskóla ÍS' lands. Valgeir Skagfjörð hafði tekið virkan þátt í starfi KFUM hér heima. Þótti hann mjög til forystu fallinn, svo ungur maður, sakir gáfna og mannkosta, enda voru vonir við hann bundnar- 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.