Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 52

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 52
messu. — ÞaS er nú svo. Hvað þykir honum leiðinlegt? Sá, sem tekur að sér að fella úrskurð um það eftir sín- um geðþótta, er að sjálfsögðu að gera sér Guð í sinni mynd. Og það athæfi er hvorki gott né gáfulegt. Hins vegar er heimskan hjá Guði mönnum vitrari, og það, sem hann hylur fyrir spek- ingum og hyggindamönnum, opinberar hann smælingjum. Það er engin nýjung, að kristin kenn- ing og kristin iðkun þyki lítið skemmti- efni. ,,Ekki er gaman að guðspjöllun- um“ sagði kerlingin, sem heldur vildi tröllasögurnar og lygasögurnar. Þann- ig ferst þeim, er andi Guðs fær lítt að snerta. Heyrandi heyra þeir ekki og sjáandi sjá þeir ekki. En Guð hefur svo til skikkað, að menn skuli hólpnir verða fyrir heimsku predikunarinnar. Án orðsins, án brauðsins, þ. e. a. s. hinnar helgu máltíðar, og samfélags- ins hafa kristnir menn aldrei þrifizt né fengið varðveitt líf sitt í Jesú Kristi. Að vísu er kristin trú trú hins eina, og hjálpræði það, sem Guð býður í Jesú Kristi, er hjálpræði handa hverj- um og einum týndum sauð. Hvergi mun sá eini sauður raunar hærra met- inn en í Guðs ríki. Og þó er kristinn dómur þess eina aldrei einkamál með öllu. „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra,“ sagði Jesús og benti með þeim orðum, sem og ýmsum öðrum, til þess, að kristnin er ein, eitt líf, einn líkami, ein játning, ein trú. Leyndardómur hennar og líf er ekki í einveru né einförum, heldur í ein- ingu. „Allir eiga þeir að vera eitt, — eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér------. “ — „Ég er vínviðurinn. Þér eruð greinarnar.“ — „Verið í mér, þá verð ég líka í yður.“ Því var það, þegar í upphafi, að kristnir menn héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt. „Og daglega héldu þeir sér með einum huga stöðugt í helgidómnum--------. “ — „Og þeir héldu sér stöðuglega við kenningu postulanna og samfélagið og brotning brauðsins og bænirnar." Þeir vissu, að hinn upprisni og uppstigni Drottinn þeirra var í Orðinu, í sakramentunum, í lærisveinum sínum og játendum og þeim smælingjum sínum, er miskunnar þurftu. Annars staðar var hann vart að finna á jörðu, svo að óyggjandi væri. Og skylda kristins manns var að vera þar, sem Drottinn hans var. Og svo er raunar enn og verður ætíð. Það er með öðrum orðum ekkert hégómamál, hvort kristinn maður rækir Orðið og sakramentin og samfélagið við lærisveinana, hina kristnu safn- aðarmessu f helgidóminum, og misk- unnarverkin. Sé að því spurt, hvort maður geti ekki verið kristinn án þessa, þá er svar Ritningarinnar af- dráttarlaust neitandi. Jesús Kristur hafnar þeim mönnum, er þykjast ját- endur hans og kalla hann herra, en hliðra sér hjá því að vera þar, sem hann er og vinna verk hans. Það, sem Guði þykir leiðinlegt, er ekki safnaðarmessa eða samkoma ófull' kominna og fákunnandi lærisveina hans, heldur hefur hann „útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til þess að gjöra hinum vitru kinnroða," og það, „sem heimurinn telur veikleika, til þess að gjöra hinu volduga kinn- 290

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.