Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 59

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 59
kom út. Segja má, að nú sé til hjá Æskulýðsstarfinu gott efni fyrir barnasstarfið. Skiptir þar mestu að byggt var á því, sem fyrir var, en auk Þess koma bæklingarnir og Sunnu- dagspósturinn og skírnarkveðjan. Þá er verið að endurþæta filmuræmu- safnið og s. I. ár var sérstök áherzla lögð á notkun loðmynda. Hefur nú svo gleðilega brugðið við, að þessi notkun sem lítil var eða engin, er nú öll að lifna við. 1 þessu samþandi er vert að geta Þess, að nú er fremur auðvelt að halda námskeið fyrir þá, er eitthvað vilja nema fyrir sunnudagaskólastarf, þar sem fyrir liggur gott efni á ís- lenzku, er byggja má á. Var eitt slikt námskeið haldið nú fyrir skömmu með ÆSK og verður síðar getið um það sérstaklega. í útgáfumálunum er þó enn margt óunnið. nýrra bæklinga um svipað efni og efni þeirra bæklinga ^jögurra, er Æskulýðsstarfið hefur gef- út, er þörf á 3—4 ára fresti. Þá er bþ/n nauðsyn á útgáfu efnis fyrir nnglingastarfið, eins og áður segir og Verða einhverjar úrbætur gerðar á því 'nnan tíðar. En einnig þau verkefni fyrir unglinga, sem talin hafa verið UPP og í undirbúningi eru, eru verk- efni, sem stöðugt þarf að vinna að. Heilög skírn kveðja frá kirkjunni — er a®eins 1. hluti útgáfuþáttar, er mið- ast við skírn, fermingu og hjónavígslu. ^érstaka kveðju vantar því fyrir ferm- 'ngarbörn og nývígð hjón. Þá er sjálfsagt, að í sama þætti sé reiknað með kveðju kirkjunnar til guðfeðgina Skírnþegans og til skírnþegans sjálfs a 1- árs skírnarafmæli hans og allt upp í 6. árs skírnarafmælis. í Ijós kom áhugi hjá nokkrum prestum á þessum skírnarafmæliskveðjum í umræðum á s. I. prestastefnu, er rætt var um hús- vitjanir. Var þá á það bent, að slíkar skírnarafmæliskveðjur gæfu prestin- umum kærkomið tækifæri til að heim- sækja sóknarbörn sín og hafa nokkurt erindi. Var þessi umræða meðal presta af stór-Reykjavíkursvæðinu. Fleiri þætti má nefna, svo sem heim- ilisguðræknina, helgistundaform fyrir skóla, leiðarvísi um kristið uppeldi í heimahúsum og í söfnuðinum o. s. frv. o. s. frv., en hér skal aðeins nefna einn þátt í viðbót, er taka þarf afstöðu til á þessum vetri og helzt þurfa hjólin að vera farin að snúazt fyrir áramót. Hér er átt við útgáfu nýrrar fermingar- bókar. Kristin trúfræði er brátt uppseld og verður þá að vera Ijóst, hvort hana skal endurprenta eða leita nýrrar bók- ar. Með hverju árinu, sem líður, er minna selt af Kristinni trúfræði. Ekki þó af því, að þá bók noti stöðugt færri og færri heldur af hinu, að bókin er orðin víða til og gengur sama bókin milli systkina og vina. Kristin trúfræði þarf að vera til, svo að þeir prestar, er vilja, geti notað hana og kennt. Hinu er ekki að leyna, að bókin mun afar erfið í kennslu þar sem mörg spurningarbörn eru. Fyrir því virðist nú í vetur síðustu forvöð að þýða og láta prenta nýja bók, sem hentugri er til kennslu í mörgum prestaköllum og um leið sé tryggt, að hún verði notuð í nokkuð stóru upplagi þegar næsta haust. Með þessu verður einnig tryggt, með kveðju kirkjunnar til guðfeðgina að bókin „Kristin trúfræði" verður til 297

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.