Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 10
er þó gert á þessu tímabili merkilegt
átak, að Danir verði kristin þjóð og
leggjast þar á eitt ríkið og kirkjan.
Brynjólfur nýtur ekki leiðsagnar
neinna aukvisa við Kaupmannahafnar-
háskóla.
Frægastan þeirra verður að telja
Jesper Brochmann, kennara tveggja
sona Kristjáns IV., Kristjáns prins og
Friðriks III., er Brochmann vígir til
konungs, er hann er orðinn Sjálands-
biskup. Griffenfeld greifi er og í nem-
endahópi hans.
Trúfræði Brochmanns var eitt höf-
uðrit Lútherstrúarmanna í þeirri grein
um langan aldur, og húslestrabók hans
mótaði trúarlíf Dana öldum saman.
Brochmann vígir Brynjólf til Skálholts,
og er það hans fyrsta biskupsvígsla.
Margt í biskupsdómi Brynjólfs gæti
verið gert með hliðsjón af embættis-
rekstri Brochmanns.
Það er sagt, að Brynjólfur Sveinsson
hafi ekki verið mikill guðfræðingur.
Þess gætir þó nógsamlega í heimild-
um, að hann hefur verið heitur og
innilegur trúmaður. Rétttrúnaður hans
hefur verið óbrigðull, en þó mótaður
þeirri staðreynd.
Oft telja menn, að rétttrúnaðurinn
hafi allur verið í bókstafnum. Það er
ekki rétt. Trúin skyldi birtast í verk-
um. C. Rosenberg segir í ritverki sínu:
Nordboernes Aandsliv (III. b. bls. 315)
að trúfræði þessa tíma hafi verið eins
konar vopnabúr gegn villutrú. Það er
að nokkru rétt, en fyrst og fremst
skyldi hún vera verkfærageymsla fyrir
daglegt líf og starf. Á æðri mið var að
vísu stefnt.
Mikill guðfræðingur á 17. öld var
næsta fjölmenntur, og verður trauðla
skipað á einn eða neinn lærdómsbás
nútímans. Aðalkennari Brynjólfs bisk-
ups, Jesper Bartholín, átti þess t. d.
kost að verða prófessor í heimspeki í
Sviss, í líffærafræði á Ítalíu og í grísku
í Frakklandi. Hann samdi kennslubók í
læknisfræði, sem notuð var víðs vegar
í háskólum Evrópu. Hann var og lækn-
isfræðiprófessor, þar til hann gerðist
guðfræðikennari, en hafði raunar
löngu áður samið kennslubækur í rök-
fræði og heimspeki.
Læknisfræðiáhuga Brynjólfs Sveins-
sonar má vafalaust rekja til Barthólíns,
og heita trú hans að nokkru einnig og
guðfræðileg viðhorf, þótt Brochmann
hafi þar orðið áhrífadrýgstur.
Jesper Bartholin samdi trúarleg
vakningarrit, sem lesin voru til upp-
byggingar fram á 18. öld.
Þennan grundvöll brýndi Bartholín
fyri stúdentunum: 1. Ritninguna
2. Ritninguna. 3. Ritninguna. Þeir áttu
að lesa hana á móðurmálinu, á frum-
málunum og svo skýringarrit við hana.
Má minna á, að Brynjólfur Sveinsson
tekur að þýða Nýja-Testamentið úr
grísku á íslensku. En hann fær ekki
komið þýðingu sinni á prent, vegna
þess að prentverkið er ekki í hans
höndum.
Trúarljóð Brynjólfs eru ekki fjöl-
breytt og satt er það, að þau eru all-
mjög kaþólsk, en grunntónninn er
innileg guðrækni með iðrunar og yfir-
bótarblæ. Þess ber hér að gæta, að
á mótunartíma Brynjólfs í Danmörku
gætir þar afturhvarfs til trúarlegs inni-
leiks kaþólskrar trúar.
í ýmsu minnir Brynjólfur Sveinsson
248