Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 64

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 64
og erlendis Þrengingar kirkjunnar í Tékkóslóvakíu Síra Michael Bourdeaux ritar í Church Times um stöðu kristninnar í Tékkó- slóvakíu og segir: i Tékkóslóvakíu eru kirkjur opnar, en með öllum ráðum er reynt að bregða fæti fyrir þá, sem iðka kristna trú. Ferðamaður, sem kemur til Tékkó- slóvakíu og er á gangi í borg eða bæ veitir því athygli, að flestar höfuðkirkj- ur eru opnar. Þetta eru kirkjur ýmissa kirkjudeilda. Fólk fer þangað til til- beiðslu. Gangir þú inn í kirkju heilags Bartholomeusar í Pilsen, þá finnur þú þar í forkirkjunni lista yfir allar kirkjur borgarinnar. Þar hangir líka stórt kort af borginni, sem sýnir hvar kirkjurnar eru og hvenær þar eru guðsþjónustur. Þegar þú gengur innar í kirkjuna verð- ur fyrir þér bókaborð og þar er kristið vikublað til sölu (Katolicke Noviny). Sértu kominn í kirkjuna til að hlýða þar messu, færðu í hendur sálmabók frá 1966 og fjölritaða messuskrá (yfir fasta liði messunnar). í annarri kirkju í Pilsen, Maríu kirkj- unni, er auglýst námskeið í kristnum fræðum fyrir börn, og þú ályktar: „Þetta er gleðileg andstæða við ástandið í Sovétríkjunum“, því að í Sovétríkjunum er enginn listi sjáan- legur í kirkju um aðrar opnar kirkjur, engin blöð né bæklingar til leiðbein- ingar kristnum manni eða ferðamanni. Kristindómsfræðsla er bönnuð þar með lögum og séu þau lög brotin er refs- að fyrir með svartholi eða þrælkunar- búðum. HiS raunverulega líf kirkjunnar Þegar svo betur er að gáð og dýpra skyggnst í líf kirkjunnar í Tékkóslóv- akíu kemur brátt annað í Ijós, en áð- ur var álitið. Kommúnistaflokkurinn í Tékkóslóv- akíu hefir kunngjört það opinberlega, að það sé takmark flokksins að út- rýma trúarbrögðum úr þjóðfélaginu. Reglugerðir flokksins, sem bera yfir- skriftina, Staða hugmyndafræðilegrar menntunar og afstaða til trúar, kveður á um þetta takmark. í reglugerðum þessum er tekið fram, að trúarbrögð séu óvísindaleg, and-sósíalísk, ofmet- in hugmyndafræði og höfuðóvinur Marx-Leninstefnunnar. Vilji foreldrar láta börn sín sækja fræðslu í kristinni trú, verða þeir að sækja um það um hendur skólastjórn- ar barnaskólanna, en ekki til presta- Síðan er listi með nöfnum barnanna fengin yfirvöldum í hendur og þá hefj- ast vandræði bæði barna og foreldra- Sem dæmi skal nefnt, að 11 ára stúlka sótti um fræðslu í kristinni trú. 302

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.