Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 64

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 64
og erlendis Þrengingar kirkjunnar í Tékkóslóvakíu Síra Michael Bourdeaux ritar í Church Times um stöðu kristninnar í Tékkó- slóvakíu og segir: i Tékkóslóvakíu eru kirkjur opnar, en með öllum ráðum er reynt að bregða fæti fyrir þá, sem iðka kristna trú. Ferðamaður, sem kemur til Tékkó- slóvakíu og er á gangi í borg eða bæ veitir því athygli, að flestar höfuðkirkj- ur eru opnar. Þetta eru kirkjur ýmissa kirkjudeilda. Fólk fer þangað til til- beiðslu. Gangir þú inn í kirkju heilags Bartholomeusar í Pilsen, þá finnur þú þar í forkirkjunni lista yfir allar kirkjur borgarinnar. Þar hangir líka stórt kort af borginni, sem sýnir hvar kirkjurnar eru og hvenær þar eru guðsþjónustur. Þegar þú gengur innar í kirkjuna verð- ur fyrir þér bókaborð og þar er kristið vikublað til sölu (Katolicke Noviny). Sértu kominn í kirkjuna til að hlýða þar messu, færðu í hendur sálmabók frá 1966 og fjölritaða messuskrá (yfir fasta liði messunnar). í annarri kirkju í Pilsen, Maríu kirkj- unni, er auglýst námskeið í kristnum fræðum fyrir börn, og þú ályktar: „Þetta er gleðileg andstæða við ástandið í Sovétríkjunum“, því að í Sovétríkjunum er enginn listi sjáan- legur í kirkju um aðrar opnar kirkjur, engin blöð né bæklingar til leiðbein- ingar kristnum manni eða ferðamanni. Kristindómsfræðsla er bönnuð þar með lögum og séu þau lög brotin er refs- að fyrir með svartholi eða þrælkunar- búðum. HiS raunverulega líf kirkjunnar Þegar svo betur er að gáð og dýpra skyggnst í líf kirkjunnar í Tékkóslóv- akíu kemur brátt annað í Ijós, en áð- ur var álitið. Kommúnistaflokkurinn í Tékkóslóv- akíu hefir kunngjört það opinberlega, að það sé takmark flokksins að út- rýma trúarbrögðum úr þjóðfélaginu. Reglugerðir flokksins, sem bera yfir- skriftina, Staða hugmyndafræðilegrar menntunar og afstaða til trúar, kveður á um þetta takmark. í reglugerðum þessum er tekið fram, að trúarbrögð séu óvísindaleg, and-sósíalísk, ofmet- in hugmyndafræði og höfuðóvinur Marx-Leninstefnunnar. Vilji foreldrar láta börn sín sækja fræðslu í kristinni trú, verða þeir að sækja um það um hendur skólastjórn- ar barnaskólanna, en ekki til presta- Síðan er listi með nöfnum barnanna fengin yfirvöldum í hendur og þá hefj- ast vandræði bæði barna og foreldra- Sem dæmi skal nefnt, að 11 ára stúlka sótti um fræðslu í kristinni trú. 302
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.