Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 74

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 74
andspænis oss, ólundarlegur, upp- reisnargjarn, illskufullur og ónæmur fyrir umvöndunum, fávíslega útsmog- inn. Ef vér hugsum oss, að vér í sann- leika sæjum hann slíkan, þá mynd- um vér virkilega taka móti þessum manni í lotningarfullri auðmýkt, og þannig mundi oss skiljast um leið, að vér getum ekki fundið neina háleitari sæmd né helgari köllun í oss sjálfum heldur en þá, sem býr í honum. Og ef vér litum á hann þessu líkt, í lotningarfullri auðmýkt, þá sæjum vér Krist í honum: holdtekið Orð Föð- urins, sem hvarvettna vegsamast og er dýrkað (hvort sem meðvitað er eða ekki) hvenær sem einn maður tekur annan í fullkominni alvöru, í hvertsinn sem maður kannast við, að það er ógerningur að eiga nokkur samskipti við náunga sinn, hversu illur sem hann er og hroðalegur, sem feli það í sér að horft sé gegnum hann eins og í gegnum allsleysið, í stað þess að sjá þar inn í leyndardóm Guðs, en í hon- um er falin eilíf frummynd þessa manns, sem Guð „getur ekki lifað andartak án“ (eins og Angelus Sile- sius segir). Maðurinn er til, samkvæmt eðli sínu og ákvörðun til náðarinnar, vegna þess að vilji Guðs var guð- mennið: vegna þess að það var vilji hans, að hann gerðist sjálfur maður; því að þaðan í frá eru ekki til nein þau sannindi um Guð, sem ekki eru um leið sannleikurinn um manninn. Því að það væri enginn Guð, ef maðurinn væri ekki til. Orsökin er þó einungis frjáls og óbundin náð Guðs, en þetta er raunverulega satt. Þess vegna er það svo, að hvenær sem hinum vesælasta allra manna, einhverjum auvirðilegum 312 heimskum óþokka, er veitt lotn- ingarfull og auðmjúk viðtaka í hjörtum vorum, þá er það Kristur, sem vér veitum viðtöku og finnum. Og — ef manni leyfist að fullyrða um slíka hluti — þar helzt af öllum stöðum. Því að hvar eigum vér betri von um að finna Guð en einmitt þar? Þegar töfrandi fegurð og mikilleiki mannsins, gæzka hans og glæsileiki blasa við oss, þá getur þetta að sönnu virzt eins og for- garður hinnar óendanlegu fegurðar og mikilleika, gæzku og dýrðar Guðs. i sjálfu sér getur þetta verið það. En vér hneigjumst svo mjög til þess í slíku tilfelli að nema staðar við mannlegan mikilleika sem slíkan. Þetta er nokkuð, sem vér ekki gerum að því er snertir auma syndara, þegar vér uppgötvum, hvað í þeim býr óafmáanlega hið innra, þegar vér heiðrum það, sem þeir gefa kannski engan gaum í sjálfum sér, þegar vér trúum á Guð í þeim, enda þótt þeir finni hann ekki í sér. Og það er enn önnur þýðing, sem fylgir því að finna Guð í niðurlægðum náunga vorum. Þegar vér förum og hittum þennan vansæla náunga vorn með þeim hætti, sem oss er skylt; þegar vér látum oss umhugað um hann án þeirrar tilfinningar, að vér séum að styrkja hann af eðlislægri samúðar- kennd; þegar vér fyrirgefum jafnvel á sama tíma og vér höfum Þa® á tilfinningunni, að vér séum hafðir að fíflum með því að gjöra svo; þegar vér virkilega úthellum sjálfum oss án þeirra launa að öðlast við það nokkra ánægjutilfinningu og án nokkurs votts um þakklæti, jafnvel þegar kynnin af náunga vorum gjöra oss óumraeði- lega einmana og allur slíkur kærleík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.