Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 74

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 74
andspænis oss, ólundarlegur, upp- reisnargjarn, illskufullur og ónæmur fyrir umvöndunum, fávíslega útsmog- inn. Ef vér hugsum oss, að vér í sann- leika sæjum hann slíkan, þá mynd- um vér virkilega taka móti þessum manni í lotningarfullri auðmýkt, og þannig mundi oss skiljast um leið, að vér getum ekki fundið neina háleitari sæmd né helgari köllun í oss sjálfum heldur en þá, sem býr í honum. Og ef vér litum á hann þessu líkt, í lotningarfullri auðmýkt, þá sæjum vér Krist í honum: holdtekið Orð Föð- urins, sem hvarvettna vegsamast og er dýrkað (hvort sem meðvitað er eða ekki) hvenær sem einn maður tekur annan í fullkominni alvöru, í hvertsinn sem maður kannast við, að það er ógerningur að eiga nokkur samskipti við náunga sinn, hversu illur sem hann er og hroðalegur, sem feli það í sér að horft sé gegnum hann eins og í gegnum allsleysið, í stað þess að sjá þar inn í leyndardóm Guðs, en í hon- um er falin eilíf frummynd þessa manns, sem Guð „getur ekki lifað andartak án“ (eins og Angelus Sile- sius segir). Maðurinn er til, samkvæmt eðli sínu og ákvörðun til náðarinnar, vegna þess að vilji Guðs var guð- mennið: vegna þess að það var vilji hans, að hann gerðist sjálfur maður; því að þaðan í frá eru ekki til nein þau sannindi um Guð, sem ekki eru um leið sannleikurinn um manninn. Því að það væri enginn Guð, ef maðurinn væri ekki til. Orsökin er þó einungis frjáls og óbundin náð Guðs, en þetta er raunverulega satt. Þess vegna er það svo, að hvenær sem hinum vesælasta allra manna, einhverjum auvirðilegum 312 heimskum óþokka, er veitt lotn- ingarfull og auðmjúk viðtaka í hjörtum vorum, þá er það Kristur, sem vér veitum viðtöku og finnum. Og — ef manni leyfist að fullyrða um slíka hluti — þar helzt af öllum stöðum. Því að hvar eigum vér betri von um að finna Guð en einmitt þar? Þegar töfrandi fegurð og mikilleiki mannsins, gæzka hans og glæsileiki blasa við oss, þá getur þetta að sönnu virzt eins og for- garður hinnar óendanlegu fegurðar og mikilleika, gæzku og dýrðar Guðs. i sjálfu sér getur þetta verið það. En vér hneigjumst svo mjög til þess í slíku tilfelli að nema staðar við mannlegan mikilleika sem slíkan. Þetta er nokkuð, sem vér ekki gerum að því er snertir auma syndara, þegar vér uppgötvum, hvað í þeim býr óafmáanlega hið innra, þegar vér heiðrum það, sem þeir gefa kannski engan gaum í sjálfum sér, þegar vér trúum á Guð í þeim, enda þótt þeir finni hann ekki í sér. Og það er enn önnur þýðing, sem fylgir því að finna Guð í niðurlægðum náunga vorum. Þegar vér förum og hittum þennan vansæla náunga vorn með þeim hætti, sem oss er skylt; þegar vér látum oss umhugað um hann án þeirrar tilfinningar, að vér séum að styrkja hann af eðlislægri samúðar- kennd; þegar vér fyrirgefum jafnvel á sama tíma og vér höfum Þa® á tilfinningunni, að vér séum hafðir að fíflum með því að gjöra svo; þegar vér virkilega úthellum sjálfum oss án þeirra launa að öðlast við það nokkra ánægjutilfinningu og án nokkurs votts um þakklæti, jafnvel þegar kynnin af náunga vorum gjöra oss óumraeði- lega einmana og allur slíkur kærleík-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.