Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 80
Þetta sljóvgar oss, það heldur oss
gangfærum löngu eftir að hin raun-
verulega undirstaða — andi og kær-
leikur — er brostin í starfi voru. Og
þannig getur það gefið oss góða sam-
vizku, þegar vér ættum að hafa vonda
samvizku. Þetta fær oss til að reikna
oss til tekna góðverk vor í stað þess
að berja oss á brjóst, vegna þess að
í þeim er svo lítill kærleikur, svo lítið
hjarta, svo lítil auðmýkt og lotning fyr-
ir mönnunum, jafnvel þeim sem eru úr-
hrök þjóðfélagsins. Vér verðum stöð-
ugt að berjast við þennan vágest, van-
ann, eins og hann væri skæður og út-
smoginn óvinur. Og þetta tekur einnig
til starfs yðar. Það er náð frá Guði, að
forsjá hans veitir oss lið í þessari bar-
áttu, ekki aðeins með náð þeirrar
helgu gleði, sem þér finnið til sem
sálnahirðar einhvers þess, sem yður
hefur tekizt að snúa aftur til kærleika
Guðs, heldur og í hinni sáru beizkju
og vonbrigðum starfsins, í allri mis-
heppnaðri viðleitni þess, öllu því tóm-
læti sem það mætir, öllu sem það ger-
ir til að þjaka yður og örmagna. Ef
þess reynsla, svo bitur og sár, þrengir
yður út fyrir mörk vanabundinnar hugs-
unar og meðalmennsku ávanans, setur
yður fyrir sjónir þá spurningu, hvað þér
eiginlega séuð að reyna að gjöra í
starfi sem þessu, og neyðir yður til að
hugleiða raunverulega þýðingu og
náð slíkrar köllunar, þá er einnig þetta
Guðs náð. Og þér ættuð — einnig
fyrir tilstuðlan hinna mildu og óáleitnu
verkana náðarinnar í yður — að læra
að mæta þessari náð, hugsandi og
biðjandi í augsýn Guðs vegna lífs yð-
ar og stefnu í þessari köllun. Og ef
þér hugsið máske líka til þess, í slíkri
hugleiðingu, að í föngunum, sem fald-
ir eru hirðis-umsjá vorri, getum vér
virkilega og vissulega fundið Krist fyrir
sjálfa oss og að með því að upþgötva
í þeim spegilmynd og líkingu vors eig-
in ástands, erum vér kallaðir aftur til
þeirrar auðmýktar, sem einni er gefið
fyrirheitið um náð Guðs, — þá getur
slík íhugun einnig leitt til frekari fýll'
ingar og fullkomnunar í þeirri einingrr
köllunar yðar og lífs, þjónustunnar og
yðar eigin tilveru, sem náð getur hinu
æðsta marki dýrðar og náðar í köllun
prestsins.
Þýð. Jón Valur Jensson, stud. theol-
LEIÐRÉTTING.
I greininni ,,Um Guðssonarheitið“
sem birtist í 1. hefti Kirkjuritsins 1975,
hefur fallið niður neðsta línan í fremra
dálki á bls. 78. Rétt hljóðar setningin
í heild á þessa leið: „Einungis vserl
um að ræða helleniska umtúlkun 3
hugmyndum, sem þegar lægju fynif * 1
guðspjallarheimildunum."
318