Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 18
Frá aldamótum til stríðsloka
Kristileg stúdentamót eru engin nýj-
ung á Norðurlöndum. Nokkru fyrir síð-
ustu aldamót reis öflug vakningaralda
meðal stúdenta á Norðurlöndum og
raunar víðar um lönd. Voru þá einnig
haldin stúdentamót. í ágúst sumarið
1901 tóku fimm islendingar þátt í nor-
rænu, kristilegu stúdentamóti, sem
haldið var á Leckö í vatninu Vánern í
Svíþjóð. Þeir voru Sigurbjörn Ástvald-
ur Gíslason, Jón Brandsson, Jón Þor-
valdsson, Ásgeir Ásgeirsson og Friðrik
Friðriksson. Voru þeir þá allir orðnir
kandidatar í guðfræði, en urðu síðar
prestar og kunnir menn. Síra Sigur-
björn tók þó ekki prestsvígslu fyrr en
á sjötugs aldri sem kunnugt er. Síra
Friðrik segir nokkuð frá móti þessu í
ævisögu sinni, og má af frásögn hans
sitthvað ráða um blæ og boðskap.
Þátttakendur voru alls 420.
Aldamótaeldurinn tók þó smám sam-
an að kólna, þegar frá leið. Mun biblíu-
gagnrýni aldamótaguðfræðinga, sem
gjarna voru kenndir við frjálslyndi,
miklu hafa valdið þar um. Bitnuðu
áhrif þeirra að vonum einkum á stúd-
entum. Dró þá víða allan þrótt úr kristi-
legu stúdentastarfi.
Um 1920 rofar fyrir nýrri dagsbrún
og þá í Noregi. Þar er þá fram kominn
sá maður, er einna einarðastur gekk í
berhögg við aldamótaguðfræði á
Norðurlöndum, Ole Hallesby, prófess-
or. Sumarið 1921 er haldið kristilegt
mót stúdenta og menntaskólanema í
Haugetun í Noregi. Eru þátttakendur
aðeins um 60. Tvö næstu sumur er
einnig efnt til móta á sama stað og
fer þátttaka mjög vaxandi. Nokkrir tug-
ir sænskra og danskra stúdenta sækja
mótin. Sumarið 1924 er svo efnt til
norræns, kristilegs stúdentamóts í
Svíþjóð. Má þá heita, að risin sé ný
vakningaralda með stúdentum á Norð-
urlöndum. Rís sú alda hvað hæst á
árunum rétt fyrir upphaf síðari heims-
styrjaldar og fyrstu ár eftir styrjöldina.
Þá urðu þátttakendur í sumum mótum
þúsund. Um sömu mundir urðu tengsl
norrænu stúdentahreyfingarinnar við
hliðstæðar hreyfingar víðar um lönd
meiri og betri. All stór hópur stúdenta
og menntaskólanema frá Norðurlönd-
um tók t. d. þátt í kristilegu stúdenta-
móti í Cambridge á Englandi sumarið
1939, þegar stríðið var á næsta leiti-
íslenzkir frumherjar
Sá islendingur, er einna fyrstur komst
í kynni við hina nýju stúdentahreyf-
ingu í Noregi, mun vera Jóhann Hann-
esson, prófessor. Hann stundaði nám
á kristniboðsskóla Norska Kristniboðs-
félagsins í Stavanger á árunum 1930—
1934. Mun hann og einna fyrstur hafa
orðað að stofna þyrfti kristilegt félag
stúdenta hér á landi. Haustið 1933 fór
annar íslendingur utan til framhalds-
náms við Menighedsfakultetet í Osló-
Það var jafnaldri Jóhanns Hannesson-
ar, Valgeir Skagfjörð, nýbakaður
kandidat í guðfræði frá Háskóla ÍS'
lands.
Valgeir Skagfjörð hafði tekið virkan
þátt í starfi KFUM hér heima. Þótti
hann mjög til forystu fallinn, svo ungur
maður, sakir gáfna og mannkosta,
enda voru vonir við hann bundnar-
256