Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 73
auðmýkt frammi fyrir þessum ókunna
manni, sem er barn Guðs og bróðir
Jesú Krists, kallaður og elskaður af
Guði og umvafinn krafti hins guðdóm-
lega kærleika. Vér vitum það allir (og
hver sá, sem afneitaði því, væri þá eins
og janseniskur villumaður, sem drægi
i efa ótakmarkaðan hjálpræðisvilja
Guðs), að hver einasti maður, sem er
á pílagrímsgöngu þessa lífs, er kallað-
ur til frelsunar, elskaður af Guði og
umvafinn náð Krists, jafnvel þótt hann
hafi ekki ennþá af frjálsum vilja veitt
oáðinni viðtöku. Vér vitum, að þegar
allt kemur til alls getum vér ekki dæmt
nokkurn mann, að vér getum ekki
sagt um neinn með fullkominni vissu,
aö hann lifi í náð Guðs, og á sama
hátt getum vér ekki sagt um neinn,
aö hann hafi glatað Guðs náð. Og eins
°9 vér með öruggu trausti á Guð vorn
hljótum að vonast eftir hinni misk-
unnarfullu náð hans oss til handa,
þannig höfum vér þá sömu skyldu til
vonar fyrir sérhvern náunga vorn, þar
sem oss ber að elska náungann eins
°9 sjálfa oss. Vér vitum og, að í hverj-
Ura manni eru örlög hans að mótast
°9 ná fullþroska sínum í gegnum allt
amstur daglegs lífs og mannlegs
hversdagsleika. Vér vitum allt þetta.
^er höfum aldrei þurft að deila um
Það. En vér lifum það ekki í lífi voru.
Þessi óendanlegi heiður, þessi óafmá-
anlega vegsemd, sú staðreynd, að hver
e'nasti maður er eitthvað óendanlega
ríle'ra heldur en maður, verður áfram
að mestu leyti aðeins grunnrist sunnu-
dagaspeki, eitthvað sem vér deilum
ekki um í orði, vegna þess að það
skaðar oss ekkert og aftrar oss ekki frá
því að halda fast við daglegar lífs-
reglur vorar og viðhorf í heimi hvers-
dagsins. En hugsum oss nú, að vér
beinum vorum ,,heilbrigðu“, hvers-
dagsbundnu sjónum að þessum ná-
unga vorum og sjáum eins og í gegn-
um alla hans líkamlegu hrörnun, gegn-
um huliðstjald hvatalífs hans og tak-
markana, sálarástands hans að því
leyti sem það ákvarðast af líkamleg-
um skilyrðum. Hugsum oss, að augu
vor sæju jafnvel í gegnum allt það,
sem þessi maður hugsar og þráir fyrir
sjálfan sig, gegnum alla hans sjálfs-
túlkun, sem aldrei getur sagt allan
sannleikann um manninn; að þau sæju
í gegnum allt það, sem örlögin hafa til
leiðar komið í slíku mannslífi, með
erfðum, uppeldi og umhverfisáhrifum,
í duldum kvillum og sálsýkishneigðum
— og jafnvel í gegnum hans raunveru-
legu, hróplegu sekt, þar sem hún er
heldur ekki allur sannleikurinn um
hann; einnig hún er (sem Páll segir)
umföðmuð og umlukt hinni miklu og
máttugu miskunnsemi Guðs. Hugsum
oss, að augu vor, sjáandi gegnum allt
þetta, leituðu nú og fyndu það, sem
er virkilegast og frumlsegast í þessum
manni: Guð, í kærleika sínum og misk-
unn, sem hefur veitt þessari persónu
eilífa vegsemd og býður sig honum
sjálfur, án eftirsjár, af óskiljanlegu ör-
læti hinnar guðdómlegu heimsku kær-
leikans. Hugsum oss, að vér sæjum
hann á þennan hátt, ekki á einhverri
hátíðlegri helgistundu, heldur þá, er
þessi maður stendur andspænis oss
með tómlegu, starandi augnatilliti í
algjöru viðtökuleysi og vesæld sinni,
á þeirri stundu þegar hann rís upp
311