Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 47

Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 47
sæti í stjórnskipaðri kirkjumálanefnd 1929—1930 og í sýslunefnd Stranda- sýslu 1929—1938 og 1943—1948. Síra Jón Guðnason var ávallt mik- 'II félagshyggju- og samvinnumaður. Sem kjörinn fulltrúi Framsóknarflokks- ins í aukakosningu í Dalasýslu sat hann Alþingi 1927. Tók hann þar all- mikinn þátt í umræðum og lét einkum til sín taka menntamál og samgöngu- mál. Árið 1921, 21. október, kvæntist síra Jón Guðlaugu Bjartmarsdóttur bónda á Neðri-Brunná í Saurbæ. Var hún myndar- og atgerviskona, sem stóð örugg og traust við hlið manns síns uns yfir lauk. Eignuðust þau sjö mann- vænleg börn, er upp komust. Reynd- ust þau öll foreldrum sínum ómetan- leQur styrkur, þegar elli og hrörnun lók að sækja þau heim. Um nánari ^ynni af börnum þeirra vísast tii Prestatalsins frá 1957. Síra Jón Guðnason var um margt e|nn af svipmestu þjónum íslensku Þjóðkirkjunnar á þessari öld. Á langri ævi var hann allt í senn, prestur, kenn- ari og fræðimaður. Sem prestur var hann vel metinn sem hógvær og hugs- andi ræðumaður, ástúðlegur og inni- le9ur í allri raun. Trú hans á framlífið °9 æðri völd var örugg, hrein og heit. J~'ann trúði á Frelsarann Jesúm Krist, inn bjarta boðskap hans eins og hann 'rtist í ræðum og dæmisögum Nýja- estamentisins. Allt líf hans og Ijúf- mannleg framkoma bar þeirri trú °r®kt vitni. Það var því ekki að ófyrir- synju að fyrrverandi sóknarbörn og a rir kvöddu hann til prestverka langt ram á áttræðisaldur. Sem kennari var síra Jón vel þekkt- ur og vel virtur. Sérstakan áhuga hafði hann á íslenskri tungu og kunni á henni glögg skil. Heyröi ég suma nem- endur hans lofa mjög kennslu hans í þeirri grein. Af flestum munu ritstörfin og fræði- mennskan talin bera hæst í löngu lífi og starfi síra Jóns Guðnasonar. Hann var fróðleiksgjarn og minnugur svo að af bar. Snemma lagði hann stund á þjóðlegan fróðleik, mannfræði og ætt- fræði. Áhugi hans á þeim efnum réð þeirri ákvörðun hans að láta af prest- skap og kennslustörfum og taka við starfi í Þjóðskjalasafninu í Reykjavík. Jafnframt mikilli skylduvinnu í þágu safnsins afkastaði hann í frístundum sínum geysimiklu fræðistarfi. Hann samdi viðamikil rit um æviatriði Dala- manna og Strandamanna. Frá hans hendi komu einnig út safnrit með ævi- skrám margra merkra íslendinga bæði lífs og liðinna. Hann sá um útgáfu nokkurra rita annarra höfunda um mannfræði og annan þjóðlegan fróð- leik. Að þessum hugðarefnum sínum vann hann langt fram á elliár, en gat ekki sinnt þeim eins og hugurinn girnt- ist síðustu æviárin vegna sjóndepru, er ágerðist í blindu. Árið 1948 gengum við síra Jón í Félag fyrrverandi sóknarpresta í Reykjavík. Frá þeim tíma þróaðist með okkur vinátta, sem entist meðan leiðir lágu saman. Síra Jón varð strax mikilhæfur og mikilvirkur þátttakandi í þessum félagsskap okkar eldri prest- anna. Þar sátum við saman í stjórn um hart nær 20 ára skeið. Og þar vann hann af þeirri frábæru árvekni 285
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.