Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 13
Kaupmannahöfn, en því boði hafnaði
hann að vísu.
Worm var einkum frægur fyrir rúna-
rannsóknir sínar.
Hann safnaði íslenzkum handritum
og naut við það náðar konungs, Frið-
riks III., sem var gefinn fyrir bóka-
grúsk og stofnaði konungsbókhlöðu,
sem átti eftir að hýsa okkar mestu
bókmenntadýrgripi.
Fornmenntaáhugi var mikill í Dan-
mörku um þetta leyti og má rekja
allar götur til endurreisnartímans á
Italiu, þótt menningarerfðir væru tak-
markaðri á Norðurlöndum en þar
syðra, og áhuginn beindist mest að
rúnasteinum.
Náið samband hófst milli Arngríms
lærða og Óla Worms. Kallar Worm sig
beinlínis lærisvein Arngríms. Worm leit
á íslenzka tungu og bókmenntir sem
undirstöðu rannsókna á fornöld Norð-
urlanda. Hóf hann reglulegar bréfa-
skriftir við Arngrím lærða og fleiri ís-
lendinga um þessi efni og var áhuginn
einnig brennandi hjá Stephaniusi,
konunglegum sagnritara, og Jörgen
Seefeldt, mesta bókasafnara Danmerk-
ur á 17. öld. —
Mikil var gleði Worms, er Arngrímur
laerði lánaði honum handrit Snorra-
Eddu, sem Worm tók á móti sem gjöf.
(>,Codex Wormianus").
Brynjólfur Sveinsson var í sambandi
við þá þremenningana.
Annars var handritaáhugi hans
heimafenginn. Afi hans, Staðarhóls-
páll, safnaði handritum og hálfbróðir
hans, Jón Gissurarson á Núpi í Dýra-
firði, var einn mesti bjargvættur
fornra handrita, safnaði þeim og af-
skrifaði þau, stundaði og sjálfstæð
fræði.
Það má telja mikinn dag heims-
menningarinnar, er Brynjólfur Sveins-
son, leit í fyrsta sinn Sæmundar-Eddu
handritið, árið 1643.
Brynjólfur sá, hvers kyns var, lét
gera afskrift tafarlaust og sendi vini
sinum Stephaníusi til Sóreyjar. Þá
var verið að prenta skýringar við Saxa
Grammaticus og birtust þar tvö erindi
úr Völuspá, hið fyrsta, sem heimurinn
sá af Codex Regius af ,,Eldri-Eddu“.
Brynjólfur átti og nokkra fræðilega
hlutdeild í þessari útgáfu af Saxa
(1645). Er þetta innlegg Brynjólfs talið
vera frábært að lærdómi. Þess skal
hér getið, að Árni Magnússon metur
mikils skýrleik biskups í framsetningu
og tilgerðarleysi. Málfar hans er að
vísu útlenzku skotið á nútímamæli-
kvarða. Árið 1639 gefur hann Steph-
aníusi ,,Uppsala-Eddu“ (Handrit af
Snorra-Eddu). Jörgen Seefeldt fær
ýmis handrit frá Brynjólfi að láni eða
gjöf.
Konungur fær dýrmætustu „gjafirn-
ar“ þ. á m. Konungsbók Grágásar,
Flateyjarbók, Codex Regius af Sæ-
mundar-Eddu og Morkinskinnu.
Það er merkilegt, hvernig örlögin
tvinna saman persónulegar sorgir og
gæfu heilla þjóða. Brynjólfur bjargar
vafalaust þessum handritum með því
að senda þau konungi, en það gerði
hann, hvað sum þeirra snerti, til þess
að milda skap hans gagnvart yfirsjón
dóttur hans, Ragnheiðar.
Fyrir Brynjólfi vakti ákveðið, að
handritin yrðu prentuð. Hann lætur að
vísu skrifa upp handrit, svo sem ís-
251