Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 16

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 16
halda , aS Guð hafi altaf tíma til að biða. En það fór nú svo, að Guð gat ekki beðið eftir því, að ísraelsþjóðin yrði viðbúin, og œtli það gœti ekki endurtekið sig. Jólin eru á allra vörum, því að allir halda jól. Það eru ekki aðeins beir, sem eru kristnir þ. e. a. s. þeir, sem vita af eigin reynslu hver Jesús er, sem halda jól. Einnig hinir, sem ekki eru kristnir, þeir, sem hiusta ó jólaboðskapinn sem löngu liðið œfintýri, sem rifjar upp fyrir þeim endurminningar fró bernskudögum, þegar þeir trúðu jólaboðskapn- um, þegar þeir sáu Ijóslifandi fyrir sér í barnslegu hugmyndafl'ugi alla viðburðina. Þessi byrjun jólaguðspjallsins: ,,En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbygðina" — þessi byrjun vekur undarlegar tilfinningar i brjóstum þeirra. Og sem snöggvast skýtur þeirri hugsun upp: Ó, að ég vœri aft’ur orðinn barn og gœti trúað þessu, og hallað mér upp að brjósti Frelsar- ans og teygað hvíld og frið úr eilífum kœrleika hans. Ó, að ég gœti í Að oss er Frelsari fœddur, sem gefur oss rétt til að verða Guðs börn ef sannleika verið glaður. — Tilheyrandi minn! Ef þessi hugsun kemur upp hjá þér núna, þá haltu henni fastri, sleptu henni ekki, hún er frá Guði. — Það er aðeins örstutt spor, sem enn vantar á, að sú ósk rœtist: Að þú biðjir Guð að taka sér bústað í hjarta þínu. Þú geiur ekki boðið honum höll til að dvelja í, aðeins óhreint hjarta og hann þráir ekke.t meira en að fá að komast þangað inn. — ,,Öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn". — Þetta er jólaboðskapurinn til vor mannanna. vér viljum. — Valgeir Skagfjörð cand. theol: Úr bókinni „Lifið í Guði“. 254

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.