Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 19

Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 19
Við Menighedsfakultetet hlaut hann að kynnast Ole Hallesby, er þar var sjálfkjörinn höfðingi á þeim árum, — svo og mörgum þeim stúdentum, er fastast fylktu sér um hann. Gekk hann heilshugar í lið með þeim og tók að hvetja Hallesby og fleiri til islands- farar. Mun von hans hafa verið sú, að takast maetti að koma á kristilegum móturn fyrir stúdenta og menntaskóla- nema á islandi. Vorið 1934 hélt Valgeir til Þýzka- lands og hugðist enn auka þar nám sitt. En honum entist ekki aldur. Varð hann að hverfa heim frá námi hel- sjúkur og dó 12. júní 1935, harmaður mjög af vinum og samherjum, enda aðeins á tuttugasta og fimmta ári. En hann hafði ekki til einskis barizt. Bæði á íslandi og í Noregi lifðu hann nokkr- ir stúdentar, sem reru að því öllum árum, að efnt yrði til íslandsfarar frá Noregi og þá helzt með Hallesby í broddi fylkingar. Á þeim árum var aldamótaguðfræðin einráð í guð- fræðideild Háskóla islands, en jafn- framt höfðu áhrif hennar blandast áhrifum spíritisma og jafnvel guð- sPeki með einkennilegum hætti hjá fjölda manna. Hin gamla kenning ^iblíunnar um Krist, var því alls ekki 1 móð. Jafnframt hafði kirkjurækni og frúrækni tekið mjög að hraka. í aug- um þeirra fáu stúdenta hér á landi, er börðust gegn straumnum, var ástandið hörmulegt og horfurnar geig- v®nlegar. í augum meirihlutans voru beir hins vegar þröngsýnir afturhalds- Se9gir. Þeir guðfræðingar, er þarna attu hlut að máli, voru þó allir menntað- lr betur en gerðist, og kunnugri megin- straumum og nýjungum í guðfræði samtíðarinnar en margir þeir, er ákaf- ast herjuðu á þá í nafni frjálslyndis og vísinda. Um þær mundir höfðu Karl Barth og samherjar hans þegar gengið milli bols og höfuðs á aldamótaguð- fræðinni. Mikil vorleysing virtist í vændum við marga guðfræðiskóla álfunnar. Það var vonin, að heimsókn frá Noregi, kynni að veita einhverjum straumum hennar til íslands. Norskir á íslandi 1936 Magne Lund hét sá norskur stúdent, er ötulast hafði unnið að undirbúningi islandsfarar Hallesbys. Hann lifði nógu lengi til þess, að islandsförin væri ráðin, en síðan gekk hann sama veg og Valgeir Skagfjörð. Hann dó vorið 1936, og komst aldrei til islands. Hall- esby kom hins vegar til Reykjavíkur við sjöunda mann í október sama ár. Koma Norðmannanna vakti furðu mikla athygli. Mun óhætt að segja, að fáir erlendir gestir hafi hlotið óblíðari móttökur hér á landi á siðari öldum. í dagblöðum var harkalega ráðizt að þeim, segja má, að veitzt væri að þeim með skrílslátum og safnað var undir- skriftum háskólastúdenta til mótmæla gegn því, að Hallesby fengi að halda opinbera fyrirlestra við guðfræðideild Háskóla islands. Fyrirlestrarnir voru engu að síður svo vel sóttir að taka varð Gamla Bíó á leigu, því að húsa- kynni háskólans voru þá ekki nógu vegleg til að rúma áheyrendur. Meðal þeirra, er tóku til máls í blöð- um á þeim dögum, voru Halldór Lax- ness og Jónas Jónsson frá Hríflu, — 257
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.